Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. ágúst 2017 07:00 Það er víðsýnt af Skálafelli. Hér er litið til höfuðborgarinnar. Vísir/GVA Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ vitnar Skipulagsstofnun í erindi frá Mannviti vegna verkefnisins. Auk þess sem fólk geti notið útsýnisins opnist möguleikar á gönguleiðum sem ekki séu aðgengilegar öllum í dag. „Þá mun kláfurinn einnig gegna hlutverki skíðalyftu á vetrum þegar nægur snjór er í fjallinu en þannig fengjust talsvert lengri skíðabrekkur en svæðið býður upp á í dag. Á toppi Skálafells er gert ráð fyrir móttöku ferðamanna auk veitingstaðar, samtengt toppstöð kláfsins,“ segir Skipulagsstofnun í bréfi sem fylgir erindi Mannvits til Reykjavíkurborgar. Þar er greint er frá áformunum og hvernig þau horfa við stofnuninni í skipulagslegu tilliti. Miðað við umfangið þurfi verkefnið að fara í mat á umhverfisáhrifum. Nánar segir um framkvæmdina að kláfurinn eigi að fara um tveggja kílómetra leið frá bílastæði upp á topp fjallsins. Fyrir það þurfi tólf möstur auk endamastra. Í umfjöllun sinni bendir Skipulagstofnun á svo virðist sem misstök hafi orðið við gerð aðalskipulags Reykjavíkur þannig að skíðasvæðið í Skálafelli sé skilgreint sem óbyggt svæði. Þá virðist sem mannvirki á toppi Skálafells eigi að vera innan marka Kjósarhrepps en ekki Reykjavíkur. „Væntanlega færi best á því að vinna nýtt heildstætt deiliskipulag sem tæki til beggja sveitarfélaganna, sem kæmi í stað gildandi deiliskipulags fyrir svæðið,“ segir stofnunin. Erindi Mannvits fyrir hönd eiganda Stardals var tekið fyrir hjá skipulagsstjóra Reykjavíkur í annað sinn 22. ágúst síðastliðinn. Búast má við að það verði síðan tekið fyrir á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs og að þá verði lögð fram umsögn frá verkefnisstjóra hjá borginni. Í erindi sínu gerir Haukur Einarsson hjá Mannviti sérstaklega að umtalsefni þau mistök sem Skipulagsstofnun segir að orðið hafi við aðalskipulagsgerðina. „Að mínu viti finnst mér vera íþyngjandi fyrir þá sem hyggja á uppsetningu kláfs að þurfa að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna mistaka sem kunna að hafa verið gerð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjósarhreppur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ vitnar Skipulagsstofnun í erindi frá Mannviti vegna verkefnisins. Auk þess sem fólk geti notið útsýnisins opnist möguleikar á gönguleiðum sem ekki séu aðgengilegar öllum í dag. „Þá mun kláfurinn einnig gegna hlutverki skíðalyftu á vetrum þegar nægur snjór er í fjallinu en þannig fengjust talsvert lengri skíðabrekkur en svæðið býður upp á í dag. Á toppi Skálafells er gert ráð fyrir móttöku ferðamanna auk veitingstaðar, samtengt toppstöð kláfsins,“ segir Skipulagsstofnun í bréfi sem fylgir erindi Mannvits til Reykjavíkurborgar. Þar er greint er frá áformunum og hvernig þau horfa við stofnuninni í skipulagslegu tilliti. Miðað við umfangið þurfi verkefnið að fara í mat á umhverfisáhrifum. Nánar segir um framkvæmdina að kláfurinn eigi að fara um tveggja kílómetra leið frá bílastæði upp á topp fjallsins. Fyrir það þurfi tólf möstur auk endamastra. Í umfjöllun sinni bendir Skipulagstofnun á svo virðist sem misstök hafi orðið við gerð aðalskipulags Reykjavíkur þannig að skíðasvæðið í Skálafelli sé skilgreint sem óbyggt svæði. Þá virðist sem mannvirki á toppi Skálafells eigi að vera innan marka Kjósarhrepps en ekki Reykjavíkur. „Væntanlega færi best á því að vinna nýtt heildstætt deiliskipulag sem tæki til beggja sveitarfélaganna, sem kæmi í stað gildandi deiliskipulags fyrir svæðið,“ segir stofnunin. Erindi Mannvits fyrir hönd eiganda Stardals var tekið fyrir hjá skipulagsstjóra Reykjavíkur í annað sinn 22. ágúst síðastliðinn. Búast má við að það verði síðan tekið fyrir á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs og að þá verði lögð fram umsögn frá verkefnisstjóra hjá borginni. Í erindi sínu gerir Haukur Einarsson hjá Mannviti sérstaklega að umtalsefni þau mistök sem Skipulagsstofnun segir að orðið hafi við aðalskipulagsgerðina. „Að mínu viti finnst mér vera íþyngjandi fyrir þá sem hyggja á uppsetningu kláfs að þurfa að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna mistaka sem kunna að hafa verið gerð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjósarhreppur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira