Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 13:30 Sauðfjárbændur sjá fram á erfiða tíð vegna stórfelldrar lækkunar á afurðaverði. Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir að erfitt verði fyrir sig að ná endum saman í haust vegna lægra afurðaverðs og gagnrýnir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, landbúnaðarráðherra, fyrir andvaraleysi í málefnum bænda. Afurðaverð Sláturfélag Suðurlands lækkar um fjórðung á milli ára samkvæmt nýrri verðskrá sem var gefin út á föstudag og aðrir sláturleyfishafar hafa tilkynnt um allt að 35% lækkun á verði til bænda. Þóra Sif Kópsdóttir, sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi, segist einungis geta krosslagt fingur og vonað hún geti náð endum sama og greitt af lánum í haust. „Við vorum búin að heyra þetta í vor þannig að maður hefur bara unnið á fullu fullt af aukavinnu í allt sumar til að minnka skellinn en þetta er rosalegur skellur,“ sagði Þóra Sif í hádegisfréttum Bylgjunnar.Costco sýnir fram á skort á nýsköpun hjá afurðastöðvumTekjur sauðfjárbænda hafa dregist saman um 45% á tveimur árum, að hennar sögn. „Þetta var áþreyfanlegur munur í fyrra. Þetta var eitthvað nærri tíu prósent lækkun í fyrra. Ef við eigum að fá 35% í viðbót núna þá sér það bara hver maður að ef launin þeirra dragast saman um 35% að það er rosalega erfitt að lifa þá,“ segir Þóra Sif.Þóra Sif Kópsdóttir er sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi.Sakar hún afurðastöðvar um að velta sínum vanda yfir á bændur. Hvetur Þóra þær til nýsköpunar. „Núna með tilkomu Costo þá sér fólk í fyrsta skipti lambahakk og allt aðrar aðferðir við skurð á lambinu. Maður sér að neytendur eru glaðir með það. Maður spyr bara hvað afurðastöðvarnar voru að gera í öll þessi ár?“Hagsmunir þjóðarinnar að hafa landbúnaðHún telur jafnframt að landbúnaðarráðherra eigi að beita sér fyrir auknum útflutningi lambakjöts en það hefur Þorgerður Katrín ekki viljað gera. „Þetta eru náttúrulega hagsmunir þjóðarinnar að það sé landbúnaður í landinu. Við ættum nú að vera með landbúnaðarráherra á bak við okkur að hjálpa okkur en við höfum ekkert orðið vör við að hún sé að hjálpa okkur,“ segir Þóra Sif. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir að erfitt verði fyrir sig að ná endum saman í haust vegna lægra afurðaverðs og gagnrýnir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, landbúnaðarráðherra, fyrir andvaraleysi í málefnum bænda. Afurðaverð Sláturfélag Suðurlands lækkar um fjórðung á milli ára samkvæmt nýrri verðskrá sem var gefin út á föstudag og aðrir sláturleyfishafar hafa tilkynnt um allt að 35% lækkun á verði til bænda. Þóra Sif Kópsdóttir, sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi, segist einungis geta krosslagt fingur og vonað hún geti náð endum sama og greitt af lánum í haust. „Við vorum búin að heyra þetta í vor þannig að maður hefur bara unnið á fullu fullt af aukavinnu í allt sumar til að minnka skellinn en þetta er rosalegur skellur,“ sagði Þóra Sif í hádegisfréttum Bylgjunnar.Costco sýnir fram á skort á nýsköpun hjá afurðastöðvumTekjur sauðfjárbænda hafa dregist saman um 45% á tveimur árum, að hennar sögn. „Þetta var áþreyfanlegur munur í fyrra. Þetta var eitthvað nærri tíu prósent lækkun í fyrra. Ef við eigum að fá 35% í viðbót núna þá sér það bara hver maður að ef launin þeirra dragast saman um 35% að það er rosalega erfitt að lifa þá,“ segir Þóra Sif.Þóra Sif Kópsdóttir er sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum á Snæfellsnesi.Sakar hún afurðastöðvar um að velta sínum vanda yfir á bændur. Hvetur Þóra þær til nýsköpunar. „Núna með tilkomu Costo þá sér fólk í fyrsta skipti lambahakk og allt aðrar aðferðir við skurð á lambinu. Maður sér að neytendur eru glaðir með það. Maður spyr bara hvað afurðastöðvarnar voru að gera í öll þessi ár?“Hagsmunir þjóðarinnar að hafa landbúnaðHún telur jafnframt að landbúnaðarráðherra eigi að beita sér fyrir auknum útflutningi lambakjöts en það hefur Þorgerður Katrín ekki viljað gera. „Þetta eru náttúrulega hagsmunir þjóðarinnar að það sé landbúnaður í landinu. Við ættum nú að vera með landbúnaðarráherra á bak við okkur að hjálpa okkur en við höfum ekkert orðið vör við að hún sé að hjálpa okkur,“ segir Þóra Sif.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira