Sá heitir Ryuto Inage en ekki liggur fyrir hvort Valsmenn semji við leikmanninn sem er hægri hornamaður. FH hafði sigur gegn Valsmönnum, 32-28, eftir því sem næst verður komist. Inage skoraði fjögur mörk í leiknum.
Á Ragnarsmótinu gerði HK og Selfoss jafntefli, 28-28. Kristófer Dagur Sigurðsson skoraði átta mörk fyrir HK og Bjarki Finnbogason fimm.
Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði Selfyssinga með sjö mörk og Teitur Örn Einarsson skoraði sex. Einar Sverrisson skoraði fimm að þessu sinni.
Fjölnir lagði ÍR, 34-31, þar sem Kristján Örn Kristjánsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrettán mörk fyrir Fjölnismenn. Aðrir voru með minna.
Sturla Ásgeirsson skoraði átta mörk fyrir ÍR-inga og Halldór Logi Árnason skoraði sjö.
