Viðskiptavinir grafnir lifandi í H&M Sif Sigmarsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 07:00 Peningar eru einn lygilegasti skáldskapur sem maðurinn hefur samið. Samkvæmt ísraelska sagnfræðingnum og metsöluhöfundinum Yuval Noah Harari eru peningar aðeins hugarburður, saga sem við sameinumst um að trúa á. Fyrir 70.000 árum varð stökkbreyting í heila mannsins. Í kjölfarið tóku tungumálahæfileikar tegundarinnar óvæntum framförum. Í stað þess að tjá sig aðeins um það sem við blasti í raunheimum – tré, steina, vatnsból og ljón sem lágu í leyni – fór maðurinn að geta tjáð sig um hluti sem ekki voru til í alvörunni. Hann fór að spinna upp sögur. Harari segir þennan eiginleika liggja til grundvallar getu mannsins til að vinna saman í stærri hópum en nokkur önnur dýrategund. Þúsundir, jafnvel milljónir einstaklinga, geti sameinast um sögu og unnið að sameiginlegu markmiði í krafti hennar. Sem dæmi um sögur, hluti sem ekki séu til í alvörunni heldur fyrirfinnist aðeins í sameiginlegum hugarheimi mannsins, nefnir Harari þjóðríki, mannréttindi, lög, guð og peninga.Nælonsokkur með gati Uppi á vegg heima hjá mér hangir breskt plakat úr síðari heimsstyrjöld. Um er að ræða teikningu af föngulegri ungri konu í hnésíðum köflóttum kjól með mjótt mitti. Sveipuð pastellituðum fortíðarljóma gramsar hún í fataskáp. Hún heldur á nælonsokk sem hún skoðar af alvörugefinni íhygli. Á plakatinu stendur stórum stöfum: „Make-do and mend.“ Sýndu nægjusemi og bættu það sem þú átt. Fataskömmtun hófst í Bretlandi sumarið 1941. Tilgangur hennar var að tryggja að takmarkaður varningurinn dreifðist jafnt til allra á tímum er mikill skortur ríkti. Sem lið í fataskömmtuninni hleyptu bresk yfirvöld af stokkunum átaki undir slagorðinu „make-do and mend“ þar sem fólk var hvatt til að sýna nægjusemi og laga fatnað frekar en að kaupa nýjan.Stutt í veskið Í dag verður opnuð í Smáralind verslun sem færir íslenska neytendur enn einu skrefi fjær því að þurfa nokkurn tímann að stoppa í sokka, laga saumsprettu og sýna nægjusemi. Koma H&M til landsins er að mörgu leyti fagnaðarefni. Hverjum finnst gaman að stoppa í sokka? Opnun fatakeðjunnar er þó tilefni til að staldra við. Í neyslusamfélagi samtímans er stutt í veskið. Við teygjum okkur ekki aðeins í það þegar komið er gat á sokkana og okkur vantar nýja heldur einnig þegar sokkaskúffan er stútfull af stráheilum pörum. Yfirfull sokkaskúffa inniheldur hins vegar annað og meira en sokka.Apar og Jón Sigurðsson Peningar eru kannski skáldskapur. Það sem þeir standa fyrir er það þó ekki. Frasinn „time is money“, eða tími er peningar, er flestum kunnur. En ef tími er peningar, eru þá peningar ekki tími? Ruslahaugar veraldarinnar eru fullir af lítið notuðum fatnaði, flatskjáum sem enn virka og brauðgerðartækjum sem aldrei voru notuð; hlutum sem eitt sinn voru keyptir fyrir peninga sem einhver fékk í skiptum fyrir tíma sinn – tíma sem ekki var varið með fjölskyldu eða vinum, tíma sem ekki fór í að sinna hugðarefnum, tíma sem aldrei kemur til baka. Homo sapiens er eina dýrategundin sem getur tjáð sig um hluti sem ekki eru til. Api léti aldrei af hendi banana í skiptum fyrir loforð um hundrað banana í himnaríki að lífinu loknu. Api léti aldrei banana af hendi fyrir pappírssnepil með mynd af Jóni Sigurðssyni. Í tilefni opnunar H&M í dag er rétt að velta fyrir sér visku fortíðar; annars vegar visku apans sem tæki aldrei fram veskið í H&M, hins vegar nægjusömu húsfrúarinnar á plakatinu sem gerði það ekki heldur. Því í hvert sinn sem við afhendum tíma okkar í skiptum fyrir óþarfa sem endar sem óbreytt rusl grafið í jörðu urðum við tíma okkar; við urðum líf okkar. Við erum jörðuð þegar við erum öll. Er ekki óþarfi að við séum grafin lifandi? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Peningar eru einn lygilegasti skáldskapur sem maðurinn hefur samið. Samkvæmt ísraelska sagnfræðingnum og metsöluhöfundinum Yuval Noah Harari eru peningar aðeins hugarburður, saga sem við sameinumst um að trúa á. Fyrir 70.000 árum varð stökkbreyting í heila mannsins. Í kjölfarið tóku tungumálahæfileikar tegundarinnar óvæntum framförum. Í stað þess að tjá sig aðeins um það sem við blasti í raunheimum – tré, steina, vatnsból og ljón sem lágu í leyni – fór maðurinn að geta tjáð sig um hluti sem ekki voru til í alvörunni. Hann fór að spinna upp sögur. Harari segir þennan eiginleika liggja til grundvallar getu mannsins til að vinna saman í stærri hópum en nokkur önnur dýrategund. Þúsundir, jafnvel milljónir einstaklinga, geti sameinast um sögu og unnið að sameiginlegu markmiði í krafti hennar. Sem dæmi um sögur, hluti sem ekki séu til í alvörunni heldur fyrirfinnist aðeins í sameiginlegum hugarheimi mannsins, nefnir Harari þjóðríki, mannréttindi, lög, guð og peninga.Nælonsokkur með gati Uppi á vegg heima hjá mér hangir breskt plakat úr síðari heimsstyrjöld. Um er að ræða teikningu af föngulegri ungri konu í hnésíðum köflóttum kjól með mjótt mitti. Sveipuð pastellituðum fortíðarljóma gramsar hún í fataskáp. Hún heldur á nælonsokk sem hún skoðar af alvörugefinni íhygli. Á plakatinu stendur stórum stöfum: „Make-do and mend.“ Sýndu nægjusemi og bættu það sem þú átt. Fataskömmtun hófst í Bretlandi sumarið 1941. Tilgangur hennar var að tryggja að takmarkaður varningurinn dreifðist jafnt til allra á tímum er mikill skortur ríkti. Sem lið í fataskömmtuninni hleyptu bresk yfirvöld af stokkunum átaki undir slagorðinu „make-do and mend“ þar sem fólk var hvatt til að sýna nægjusemi og laga fatnað frekar en að kaupa nýjan.Stutt í veskið Í dag verður opnuð í Smáralind verslun sem færir íslenska neytendur enn einu skrefi fjær því að þurfa nokkurn tímann að stoppa í sokka, laga saumsprettu og sýna nægjusemi. Koma H&M til landsins er að mörgu leyti fagnaðarefni. Hverjum finnst gaman að stoppa í sokka? Opnun fatakeðjunnar er þó tilefni til að staldra við. Í neyslusamfélagi samtímans er stutt í veskið. Við teygjum okkur ekki aðeins í það þegar komið er gat á sokkana og okkur vantar nýja heldur einnig þegar sokkaskúffan er stútfull af stráheilum pörum. Yfirfull sokkaskúffa inniheldur hins vegar annað og meira en sokka.Apar og Jón Sigurðsson Peningar eru kannski skáldskapur. Það sem þeir standa fyrir er það þó ekki. Frasinn „time is money“, eða tími er peningar, er flestum kunnur. En ef tími er peningar, eru þá peningar ekki tími? Ruslahaugar veraldarinnar eru fullir af lítið notuðum fatnaði, flatskjáum sem enn virka og brauðgerðartækjum sem aldrei voru notuð; hlutum sem eitt sinn voru keyptir fyrir peninga sem einhver fékk í skiptum fyrir tíma sinn – tíma sem ekki var varið með fjölskyldu eða vinum, tíma sem ekki fór í að sinna hugðarefnum, tíma sem aldrei kemur til baka. Homo sapiens er eina dýrategundin sem getur tjáð sig um hluti sem ekki eru til. Api léti aldrei af hendi banana í skiptum fyrir loforð um hundrað banana í himnaríki að lífinu loknu. Api léti aldrei banana af hendi fyrir pappírssnepil með mynd af Jóni Sigurðssyni. Í tilefni opnunar H&M í dag er rétt að velta fyrir sér visku fortíðar; annars vegar visku apans sem tæki aldrei fram veskið í H&M, hins vegar nægjusömu húsfrúarinnar á plakatinu sem gerði það ekki heldur. Því í hvert sinn sem við afhendum tíma okkar í skiptum fyrir óþarfa sem endar sem óbreytt rusl grafið í jörðu urðum við tíma okkar; við urðum líf okkar. Við erum jörðuð þegar við erum öll. Er ekki óþarfi að við séum grafin lifandi? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun