Fótbolti

Fótboltalandsliðið fer á leik með körfuboltalandsliðinu í Helsinki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fótboltastrákarnir ætla að styðja við bakið á körfuboltalandsliðinu.
Fótboltastrákarnir ætla að styðja við bakið á körfuboltalandsliðinu. Vísir/Ernir
Tvö íslensk landslið eru á leiðinni til Finnlands í næstu viku því það er ekki nóg með að fótboltalandsliðið sé að fara að mæta Finnum í undankeppni HM þá er körfuboltalandsliðið að fara að keppa á EM í Helsinki.

Íslenska fótboltalandsliðið verður í Helsinki fyrstu daga sína í Finnlandi þótt að landsleikurinn fari fram í Tampere.

Fótboltastrákarnir ætla að mæta á fyrsta leik körfuboltalandsliðsins í Helsinki sem verður á móti Grikkjum á fimmtudaginn.

Fótboltalandsliðið fer síðan norður til Tampere eftir leikinn á fimmtudaginn en fótboltalandsleikurinn er síðan á laugardagskvöldið.

Fullt af stuðningsmönnum íslenska körfuboltalandsliðsins ætla líka að skella sér til Tampera og horfa á fótboltaleikinn en tveggja tíma lestarferð er á milli leikstaða. Finnarnir settu það þannig upp að íslenska stuðningsfólkið getur náð báðum leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×