Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM í byrjun næsta mánaðar.
Tvær breytingar eru á hópnum frá leiknum gegn Króatíu í júní. Rúnar Alex Rúnarsson kemur inn fyrir Ögmund Kristinsson og Jón Guðni Fjóluson fyrir Aron Sigurðarson.
Hvorki Viðar Örn Kjartansson né Matthías Vilhjálmsson eru í hópnum að þessu sinni en aðeins þrír framherjar eru í íslenska hópnum.
Leikurinn gegn Finnum fer fram í Tampere 2. september. Þremur dögum síðar koma Úkraínumenn í heimsókn á Laugardalsvöllinn.
Hópurinn:
Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson, Randers
Ingvar Jónsson, Sandefjord
Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland
Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson, Hammarby
Ragnar Sigurðsson, Fulham
Kári Árnason, Malmö
Ari Freyr Skúlason, Lokeren
Sverrir Ingi Ingason, Rostov
Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City
Jón Guðni Fjóluson, Norrköping
Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City
Emil Hallfreðsson, Udinese
Birkir Bjarnason, Aston Villa
Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley
Gylfi Þór Sigurðsson, Everton
Ólafur Ingi Skúlason, Karabukspor
Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper
Arnór Ingvi Traustason, AEK
Rúrik Gíslason, Nürnberg
Sóknarmenn:
Jón Daði Böðvarsson, Reading
Alfreð Finnbogason, Augsburg
Björn Bergmann Sigurðarson, Molde
Myndband af blaðamannafundinum kemur inn á Vísi síðar í dag.
Svona var blaðamannafundur Heimis
