Hinn tvítugi Dembele hefur verið í herbúðum Dortmund síðan síðasta sumar. Hann skoraði 10 mörk í 49 leikjum fyrir félagið. Hann á einnig að baki sjö leiki fyrir franska landsliðið þar sem hann hefur skorað eitt mark.
Kaupverðið er sagt vera um 110 milljónir punda og mun Barcelona bjóða Dembele fimm ára samaning. Spænska stórliðið hefur enn ekki staðfest kaupin, og þykir ólíklegt þeir geri það fyrr en skrifað hefur verið undir samninga, en Sky Sports segja kaupin svo gott sem frágengin.
Franska ungstirnið á að fylla skarð Neymar hjá Barcelona, sem yfirgaf félagið fyrr í sumar.
Ousmane Dembélé to Barcelona is a done deal at €120m, according to BeIN Sports AR.
— Get French Football (@GFFN) August 24, 2017