Lively er með sterkar skoðanir, en hún talar til dæmis um að konur í Hollywood þurfi að fá flóknari hlutverk og hvernig það er að ala upp tvær stelpur. Fjölmiðlar tala gjarnan um hina fullkomnu Blake Lively sem á hitt fullkomna líf, en við komumst að því að það er ekki rétt. Við fáum að kynnast Lively betur en hún er í viðtali í Glamour.
,,Þetta er áminning - um að það sem er sársaukafullt muni líða hjá. En þetta á líka við um það sem er fallegt, þegar þú veist að það mun líða hjá þá heldur þú í það. Njóttu þessara stunda," segir Lively meðal annars í viðtalinu.
Ásamt viðtalinu við Lively, er September-blaðið ein risastór trendbiblía sem nær yfir 50 blaðsíður, þar sem farið er yfir alla helstu tískustrauma sem þú þarft að hafa á hreinu í vetur. Einnig eru ferskir myndaþættir sem tískuáhugafólk má ekki missa af.
Snyrtivörurnar, heimili og hönnun eru á sínum stað í glæsilegu tölublaði sem enginn má láta framhjá sér fara.
Glamour er farið af stað til áskrifenda og á leiðinni í allar helstu verslanir! Tryggðu þér áskrift hér.

