Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2017 15:30 Reykjavíkurdætur komu meðal annars fram á tónleikum á Arnórhóli um síðustu helgi og það á Menningarnótt. Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. Dæturnar og Ragga Holm buðu vinum og vandamönnum að lyfta með sér kampavíni í bjórglösum á Prikinu í gærkvöldi, til þess að fagna útkomu myndbandsins. Húsið troðfylltist á þessu heita sumarkvöldi og mikil stemmning var á Prikinu. „Já, það var alveg troðið, ég hef sjaldan séð jafn marga brosa á Prikinu á sama tíma eins og í gær. Ætli það hafi ekki verið fría kampavínið sem togaði í hláturtaumana hjá mannskapnum,“ segir leikstjórinn Kolfinna Nikulásdóttir en myndbandið rýnir á listrænan og frumlegan hátt inn í litríkt líf dætranna, sem ferðast saman um allan heim til þess að koma fram og rappa. Kolfinna er leikstjóri myndbandsins.Fréttablaðið/Stefán„Nei, ég er ekki að rappa sjálf í þessu lagi. Við vorum með skýr hlutverkaskipti í þessu verkefni, alveg eins og í Reykjavíkurdætur the show, en það er sýning sem við settum upp í Borgarleikhúsinu í vor þar sem ég leikstýrði okkur öllum. Það hefur reynst okkur mjög vel að skipta með okkur hlutverkum, þessi flati strúktúr er bara mýta,“ segir Kolfinna og hlær. „Þetta er reyndar fyrsta myndband sem ég leikstýri en ekki það síðasta. Mér fannst mjög gaman að vera þarna megin við myndavélina og leikstjórn er klárlega eitthvað sem ég ætla að leggja fyrir mig,“ bætir Kolfinna við, en hún er nýútskrifuð af Sviðshöfundabraut í LHÍ og ferill hennar skýst heldur betur hratt upp á stjörnuhimininn, en hún hefur nú tekið að sér annað leikstjórnarverkefnið sitt á vegum Borgarleikhússins. Þó ætlar hún fyrst að leikstýra MR í allan sannleikann, ásamt Reykjavíkurdótturinni og sjónvarpskonunni Steineyju Skúladóttur. Saman ætla þær að setja upp Forðist Okkur eftir Hugleik Dagsson. Kolfinna er þessa dagana að leikstýra nýju íslensku útvarpsleikriti á RÚV sem heitir Fákafen og er eftir verðlaunahafann Kristínu Eiríksdóttur. Segja má að Kolfinna sé rísandi stjarna í leikhús- og kvikmyndabransanum. „Já, Baltasar Kormákur má bara fara að passa sig,“ endar Kolfinna á að segja glottandi. Hér að neðan má sjá myndbandið. Leikstjóri: Kolfinna Nikulásdóttir Framleiðandi: Þórunn GuðjónsdóttirLag: RVKDTR ft. Ragga Holm Pródúser: BLCKPRTYRapparar: MC Blær, svarta - Solla, Katrín Helga og Ragga Holm. Myndataka: Arnar Steinn Friðbjarnarson Stílisti: Brynja Skjaldar Klipping: Kolfinna Nikulásdóttir og Thorbjörn Einar Guðmundsson Ljós: Oddur Elíasson Menningarnótt Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir „Við erum ekki að baða okkur í fortíðinni“ Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Sjá meira
Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. Dæturnar og Ragga Holm buðu vinum og vandamönnum að lyfta með sér kampavíni í bjórglösum á Prikinu í gærkvöldi, til þess að fagna útkomu myndbandsins. Húsið troðfylltist á þessu heita sumarkvöldi og mikil stemmning var á Prikinu. „Já, það var alveg troðið, ég hef sjaldan séð jafn marga brosa á Prikinu á sama tíma eins og í gær. Ætli það hafi ekki verið fría kampavínið sem togaði í hláturtaumana hjá mannskapnum,“ segir leikstjórinn Kolfinna Nikulásdóttir en myndbandið rýnir á listrænan og frumlegan hátt inn í litríkt líf dætranna, sem ferðast saman um allan heim til þess að koma fram og rappa. Kolfinna er leikstjóri myndbandsins.Fréttablaðið/Stefán„Nei, ég er ekki að rappa sjálf í þessu lagi. Við vorum með skýr hlutverkaskipti í þessu verkefni, alveg eins og í Reykjavíkurdætur the show, en það er sýning sem við settum upp í Borgarleikhúsinu í vor þar sem ég leikstýrði okkur öllum. Það hefur reynst okkur mjög vel að skipta með okkur hlutverkum, þessi flati strúktúr er bara mýta,“ segir Kolfinna og hlær. „Þetta er reyndar fyrsta myndband sem ég leikstýri en ekki það síðasta. Mér fannst mjög gaman að vera þarna megin við myndavélina og leikstjórn er klárlega eitthvað sem ég ætla að leggja fyrir mig,“ bætir Kolfinna við, en hún er nýútskrifuð af Sviðshöfundabraut í LHÍ og ferill hennar skýst heldur betur hratt upp á stjörnuhimininn, en hún hefur nú tekið að sér annað leikstjórnarverkefnið sitt á vegum Borgarleikhússins. Þó ætlar hún fyrst að leikstýra MR í allan sannleikann, ásamt Reykjavíkurdótturinni og sjónvarpskonunni Steineyju Skúladóttur. Saman ætla þær að setja upp Forðist Okkur eftir Hugleik Dagsson. Kolfinna er þessa dagana að leikstýra nýju íslensku útvarpsleikriti á RÚV sem heitir Fákafen og er eftir verðlaunahafann Kristínu Eiríksdóttur. Segja má að Kolfinna sé rísandi stjarna í leikhús- og kvikmyndabransanum. „Já, Baltasar Kormákur má bara fara að passa sig,“ endar Kolfinna á að segja glottandi. Hér að neðan má sjá myndbandið. Leikstjóri: Kolfinna Nikulásdóttir Framleiðandi: Þórunn GuðjónsdóttirLag: RVKDTR ft. Ragga Holm Pródúser: BLCKPRTYRapparar: MC Blær, svarta - Solla, Katrín Helga og Ragga Holm. Myndataka: Arnar Steinn Friðbjarnarson Stílisti: Brynja Skjaldar Klipping: Kolfinna Nikulásdóttir og Thorbjörn Einar Guðmundsson Ljós: Oddur Elíasson
Menningarnótt Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir „Við erum ekki að baða okkur í fortíðinni“ Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Sjá meira