Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 24. ágúst 2017 10:40 Styttan af Robert E. Lee í Frelsisgarðinum í Charlottesville er nú hulin svörtum dúk. Vísir/AFP Borgaryfirvöld í Charlottesville hafa hulið styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, með svörtum dúk til að heiðra minningu konu sem hvítur þjóðernissinni drap þar fyrir tæpum tveimur vikum. Hópur hvítra þjóðernissinna safnaðist saman í Charlottesville í Virginíuríki laugardaginn 12. ágúst. Yfirlýst tilefni samkomu þeirra var mótmæli gegn áformum borgaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee. Fljótlega sauð upp úr á milli þeirra og mótmælenda sem andæfðu skoðunum þeirra og götuslagsmál brutust út.Einn hvítu þjóðernisöfgamannanna ók í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu með þeim afleiðingum að 32 ára gömul kona lést og hátt í tuttugu aðrir særðust.Vilja fjarlægja stytturnar endanlegaBorgarráðið samþykkti samhljóða að hylja styttuna af Lee og Thomas „Stonewall“ Jackson, öðrum leiðtoga gömlu Suðurríkjanna, á fundi fyrr í vikunni. Borgarstarfsmenn breiddu svartan dúk yfir þær í gær við lófatak viðstaddra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld vilja fjarlægja stytturnar af þeim Lee og Jackson en geta það ekki á meðan dómstólar fjalla um kærur sem komu fram vegna þeirra áforma. Styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin eru umdeild í Bandaríkjunum. Talsmenn þeirra segja þá aðeins merki um stolt suðurríkjafólks. Fjölmargir telja þær hins vegar tákn um kynþáttahyggju og hatur. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú stærsta í Bandaríkjunum í áratugi. Donald Trump forseti var gagnrýndur harðlega fyrir viðbrögð sín við henni, ekki síst þegar hann kenndi báðum fylkingum um ofbeldið þar. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Borgarstjórinn krefst þess að styttan fari Borgarstjóri Charlottesville segir minnisvarða um Þrælastríðið bjóða hættunni heim. 18. ágúst 2017 20:45 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Borgaryfirvöld í Charlottesville hafa hulið styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, með svörtum dúk til að heiðra minningu konu sem hvítur þjóðernissinni drap þar fyrir tæpum tveimur vikum. Hópur hvítra þjóðernissinna safnaðist saman í Charlottesville í Virginíuríki laugardaginn 12. ágúst. Yfirlýst tilefni samkomu þeirra var mótmæli gegn áformum borgaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee. Fljótlega sauð upp úr á milli þeirra og mótmælenda sem andæfðu skoðunum þeirra og götuslagsmál brutust út.Einn hvítu þjóðernisöfgamannanna ók í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu með þeim afleiðingum að 32 ára gömul kona lést og hátt í tuttugu aðrir særðust.Vilja fjarlægja stytturnar endanlegaBorgarráðið samþykkti samhljóða að hylja styttuna af Lee og Thomas „Stonewall“ Jackson, öðrum leiðtoga gömlu Suðurríkjanna, á fundi fyrr í vikunni. Borgarstarfsmenn breiddu svartan dúk yfir þær í gær við lófatak viðstaddra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld vilja fjarlægja stytturnar af þeim Lee og Jackson en geta það ekki á meðan dómstólar fjalla um kærur sem komu fram vegna þeirra áforma. Styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin eru umdeild í Bandaríkjunum. Talsmenn þeirra segja þá aðeins merki um stolt suðurríkjafólks. Fjölmargir telja þær hins vegar tákn um kynþáttahyggju og hatur. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú stærsta í Bandaríkjunum í áratugi. Donald Trump forseti var gagnrýndur harðlega fyrir viðbrögð sín við henni, ekki síst þegar hann kenndi báðum fylkingum um ofbeldið þar.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Borgarstjórinn krefst þess að styttan fari Borgarstjóri Charlottesville segir minnisvarða um Þrælastríðið bjóða hættunni heim. 18. ágúst 2017 20:45 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Borgarstjórinn krefst þess að styttan fari Borgarstjóri Charlottesville segir minnisvarða um Þrælastríðið bjóða hættunni heim. 18. ágúst 2017 20:45
Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00