Minnsta menningarsetur landsins rís í náttborði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 20:30 Skakkasafn er skiptibókasafn í náttborði sem eflir nágrannavitund og kærleika. Næsta skref er að opna Gallerý Skúffu í náttborðsskúffunni. Í Smáíbúðahverfinu rís nú menningarsetur með bókasafni og gallerýi. Setrið er mögulega minnst sinnar tegundar en það er hýst í gömlu náttborði við Sogaveginn. Hugmyndin er að færa menninguna út í hverfin og efla nágrannakærleikann. Bókasafnið er að bandarískri fyrirmynd þar sem fólk getur deilt góðum bókum með nágrönnum sínum. „Þetta heitir Skakkasafn. Þetta átti að heita Sogavegssafn en þegar það var komið á staurinn var það svo skakkt, þannig að nafnið kom að sjálfu sér," segir Brynhildur Heiðarsdóttir Ómarsdóttir, bókmenntafræðingur og íbúi í Smáíbúðahverfinu. Skakkasafn var fyrst sett upp fyrir tveimur árum en fauk niður síðustu jól. Nú er búið að endurbyggja safnið úr gömlu náttborði. „Stór hluti af hugmyndafræðinni er að vinna úr endurnýjanlegum hlutum, vinna úr efni sem er þegar til sem færi annars á haugana, og gera eitthvað nýtt til að fegra umhverfið,“ segir Brynhildur sem hefur stóra drauma um framtíð safnsins. Á næstu vikum mun nefnilega Gallerý skúffa opna, við hlið bókasafnsins, þar sem listamenn geta sýnt verk sín í náttborðsskúffunni. Þá mun Skakkasafn verða að sannkölluðu menningarsetri. Brynhildur segir hugmyndafræðina snúast um að efla menninguna úti í hverfunum - en ekki takmarka hana við 101 Reykjavík. „Þetta snýst um að gera almennileg almenningsrými í hverfinu. Gera eitthvað til að auka hverfiskærleikann. Ég þekki nágranna mína betur eftir að ég byggði safnið, við tölum saman um bækur og skiptumst á uppáhalds bókunum okkar." Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Skakkasafn er skiptibókasafn í náttborði sem eflir nágrannavitund og kærleika. Næsta skref er að opna Gallerý Skúffu í náttborðsskúffunni. Í Smáíbúðahverfinu rís nú menningarsetur með bókasafni og gallerýi. Setrið er mögulega minnst sinnar tegundar en það er hýst í gömlu náttborði við Sogaveginn. Hugmyndin er að færa menninguna út í hverfin og efla nágrannakærleikann. Bókasafnið er að bandarískri fyrirmynd þar sem fólk getur deilt góðum bókum með nágrönnum sínum. „Þetta heitir Skakkasafn. Þetta átti að heita Sogavegssafn en þegar það var komið á staurinn var það svo skakkt, þannig að nafnið kom að sjálfu sér," segir Brynhildur Heiðarsdóttir Ómarsdóttir, bókmenntafræðingur og íbúi í Smáíbúðahverfinu. Skakkasafn var fyrst sett upp fyrir tveimur árum en fauk niður síðustu jól. Nú er búið að endurbyggja safnið úr gömlu náttborði. „Stór hluti af hugmyndafræðinni er að vinna úr endurnýjanlegum hlutum, vinna úr efni sem er þegar til sem færi annars á haugana, og gera eitthvað nýtt til að fegra umhverfið,“ segir Brynhildur sem hefur stóra drauma um framtíð safnsins. Á næstu vikum mun nefnilega Gallerý skúffa opna, við hlið bókasafnsins, þar sem listamenn geta sýnt verk sín í náttborðsskúffunni. Þá mun Skakkasafn verða að sannkölluðu menningarsetri. Brynhildur segir hugmyndafræðina snúast um að efla menninguna úti í hverfunum - en ekki takmarka hana við 101 Reykjavík. „Þetta snýst um að gera almennileg almenningsrými í hverfinu. Gera eitthvað til að auka hverfiskærleikann. Ég þekki nágranna mína betur eftir að ég byggði safnið, við tölum saman um bækur og skiptumst á uppáhalds bókunum okkar."
Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira