Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 15:46 Úr öðrum kappræðum kosningabaráttunnar þar sem Hillary segist hafa upplifað framkomu Trump sem ógnun við sig. vísir/epa Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum sem fóru fram tveimur dögum eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Trump hefði áreitt konur með því að klípa þær í klofið. Í morgunþætti MSNBC í morgun var spiluð upptaka þar sem Hillary les brot úr nýrri bók sinni sem fjallar um kosningabaráttuna og kosningarnar. Þar lýsir hún því hversu óþægilega henni hafi liðið í umræddum kappræðum. „Þetta er ekki í lagi, hugsaði ég með mér. Þetta voru kappræður númer tvö og Donald Trump var þarna fyrir aftan mig. Tveimur dögum áður hafði hann gortað sig af því að áreita konur. Núna vorum við saman á litlu sviði og það skipti ekki máli hvert ég fór, hann elti mig, starði á mig, gretti sig. Þetta var ótrúlega óþægilegt. Hann var bókstaflega að anda niður hálsmálið á mér,“ segir Hillary á upptökunni og hún heldur áfram:„Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu“ „Þetta var eitt af þessum augnablikum þar sem þú vilt geta ýtt á pásu og spurt alla sem eru að horfa: „Jæja, hvað mynduð þið gera?“ Heldur maður ró sinni, brosir og heldur áfram eins og hann sé ekki að ráðast inn í þitt persónulega rými? Eða snýrðu þér við, lítur í augun á honum og segir hátt og snjallt: „Farðu, ógeðið þitt, farðu burt frá mér. Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu.““ En Hillary ákvað að halda ró sinni og lýsir hún því í bókinni að hún hafi tekið þá ákvörðun byggða á reynslu sinni þar sem hún segist hafa þurft að eiga við erfiða menn allt sitt líf sem reyndu að hrista hana af sér. Bókin kemur út þann 12. september og heitir What happened? eða Hvað gerðist? Hillary segir að bókinni sé ekki ætlað að vera ítarleg frásögn af kosningabaráttunni heldur vilji hún draga tjaldið frá og segja frá reynslu sem var allt í senn spennandi, skemmtileg og pirrandi.Leiðrétting: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt úr „Hillary fékk gæsahúð við að eiga við „ógeðið“ Trump“ í „Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump“ Donald Trump Tengdar fréttir Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum sem fóru fram tveimur dögum eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Trump hefði áreitt konur með því að klípa þær í klofið. Í morgunþætti MSNBC í morgun var spiluð upptaka þar sem Hillary les brot úr nýrri bók sinni sem fjallar um kosningabaráttuna og kosningarnar. Þar lýsir hún því hversu óþægilega henni hafi liðið í umræddum kappræðum. „Þetta er ekki í lagi, hugsaði ég með mér. Þetta voru kappræður númer tvö og Donald Trump var þarna fyrir aftan mig. Tveimur dögum áður hafði hann gortað sig af því að áreita konur. Núna vorum við saman á litlu sviði og það skipti ekki máli hvert ég fór, hann elti mig, starði á mig, gretti sig. Þetta var ótrúlega óþægilegt. Hann var bókstaflega að anda niður hálsmálið á mér,“ segir Hillary á upptökunni og hún heldur áfram:„Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu“ „Þetta var eitt af þessum augnablikum þar sem þú vilt geta ýtt á pásu og spurt alla sem eru að horfa: „Jæja, hvað mynduð þið gera?“ Heldur maður ró sinni, brosir og heldur áfram eins og hann sé ekki að ráðast inn í þitt persónulega rými? Eða snýrðu þér við, lítur í augun á honum og segir hátt og snjallt: „Farðu, ógeðið þitt, farðu burt frá mér. Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu.““ En Hillary ákvað að halda ró sinni og lýsir hún því í bókinni að hún hafi tekið þá ákvörðun byggða á reynslu sinni þar sem hún segist hafa þurft að eiga við erfiða menn allt sitt líf sem reyndu að hrista hana af sér. Bókin kemur út þann 12. september og heitir What happened? eða Hvað gerðist? Hillary segir að bókinni sé ekki ætlað að vera ítarleg frásögn af kosningabaráttunni heldur vilji hún draga tjaldið frá og segja frá reynslu sem var allt í senn spennandi, skemmtileg og pirrandi.Leiðrétting: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt úr „Hillary fékk gæsahúð við að eiga við „ógeðið“ Trump“ í „Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump“
Donald Trump Tengdar fréttir Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira
Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18
Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14