Stofnandi Wikileaks sá samsæri í sólmyrkvagleraugum Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2017 13:47 Julian Assange reyndi að segja fylgjendum sínum á Twitter að það væri engin hætta fólgin í að horfa á almyrkva með berum augum. Vísir/samsett Þvert á ráðleggingar lækna og vísindamanna tilkynnti Julian Assange, stofnandi Wikileaks, fylgjendum sínum á Twitter að fólki væri óhætt að horfa á almyrkva á sólu með berum augum. Taldi hann viðvaranir um annað runnar undan rifjum hagsmunaaðila. Assange hefur verið furðuleg fígúra í heimsmálunum undanfarin ár. Hann hefst enn við í sendiráði Ekvador í London til að komast undan handtökuskipun breskra yfirvalda fyrir að gefa sig ekki fram við dómstól árið 2012. Hann hefur við og við gefið frá sér yfirlýsingar sem virðast benda til þess að hann sé hallur undir Donald Trump Bandaríkjaforseta og rússnesk stjórnvöld. Bandaríska leyniþjónustan segir að uppljóstrunarvefur hans, Wikileaks, hafi tekið við stolnum gögnum úr póstþjónum Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sem rússneskir tölvuþrjótar eru sakaðir um að hafa komið brotist inn í. Í röð tísta á mánudag, daginn sem almyrkvi var sjáanlegur frá stórum hluta Bandaríkjanna, ákvað Assange að sigla gegn straumi viðurkenndra staðreynda og fullyrti að því fylgdi engin hætta að horfa á almyrkvann. Það væri aðeins fyrir og eftir að tunglið hyldi algerlega sólina sem hætta væri á ferðum. Sérfræðingar og fjölmiðlar höfðu brýnt fyrir almenningi að horfa ekki á sólmyrkvann með berum augum og mældu með sérstökum sólmyrkvagleraugum sem sía út skaðlega sólargeisla. Á vefsíðu NASA kom fram að jafnvel þó að tunglið skyggði á 99% sólarinnar væri hætta á verulegum augnskemmdum horfði fólk á hana með berum augum.Ung stúlka horfir á deildarmyrkva sem var sjáanlegur frá New York á mánudag. Illa hefði farið fyrir augum hennar hefði hún reynt að stara á myrkvann með berum augum.Vísir/AFPAlmyrkvi stendur stutt og flestir sjá aðeins deildarmyrkvaFullyrðing Assange er í sjálfu sér ekki röng en hún hunsar lykilþætti sem varða öryggi þess að fylgja með sólmyrkvum. Rétt er að tunglið lokar á sterka geisla sólarinnar einmitt á meðan almyrkvinn er í hámarki. Nær ómögulegt er hins vegar að segja með fullri vissu nákvæmlega hversu lengi það augnablik stendur yfir á hverjum stað. Þar sem almyrkvinn stóð sem lengst yfir varði hann í um tvær og hálfa mínútu. Eins og vefsíðan Gizmodo bendir einnig á sér afgerandi meirihluti fólks heldur aldrei fullan almyrkva heldur aðeins deildarmyrkva þar sem tunglið skyggir aðeins á hluta skífu sólarinnar. Það var tilfellið víðsvegar um Bandaríkin utan slóðar almyrkvans sjálfs á mánudag. Þannig voru aðeins 72% sólarinnar hulin í New York til dæmis. Asssange virtist hins vegar sannfærður um að verið væri að hafa bandarískan almenning að leiksoppum. „Þú horfir í burtu þegar þú sérð hann enda. Augun færa sig líka til að verja sig. Móðursýkinni virðist líka viðhaldið af hagnaði gleraugnafyrirtækja,“ tísti Assange.You look away when you see it ending. Eyes also move to protect themselves. The hysteria seems to be sustained by glasses company profits.— Julian Assange (@JulianAssange) August 21, 2017 WikiLeaks Tengdar fréttir Beðið í ofvæni eftir almyrkva Þetta er í fyrsta skipti síðan 1918 sem tunglið gengur í veg fyrir sólu og veldur almyrkva af þessu tagi þvert yfir Bandaríkin. 21. ágúst 2017 07:43 Sævar Helgi: Orð geta ekki lýst almyrkva Ritstjóri Stjörnufræðivefsins var mættur til Bandaríkjanna til að fylgjast með almyrkva á sólu í gær. Hann skortir orð til að lýsa upplifuninni. 22. ágúst 2017 21:00 Milljónir upplifðu almyrkva á sólu Almyrkvinn sást fyrst frá Oregon-ríki klukkan korter yfir tíu að staðartíma, eða korter yfir fimm að íslenskum tíma. Lauk honum í Suður-Karólínu um klukkan korter í sjö. 21. ágúst 2017 23:30 Geimfarar sáu skugga tunglsins yfir Bandaríkjunum Aðeins sex manneskjur voru í þeirri einstöku stöðu að geta séð skugga almyrkvans á sólu yfir Bandaríkjunum í gær. 22. ágúst 2017 14:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Þvert á ráðleggingar lækna og vísindamanna tilkynnti Julian Assange, stofnandi Wikileaks, fylgjendum sínum á Twitter að fólki væri óhætt að horfa á almyrkva á sólu með berum augum. Taldi hann viðvaranir um annað runnar undan rifjum hagsmunaaðila. Assange hefur verið furðuleg fígúra í heimsmálunum undanfarin ár. Hann hefst enn við í sendiráði Ekvador í London til að komast undan handtökuskipun breskra yfirvalda fyrir að gefa sig ekki fram við dómstól árið 2012. Hann hefur við og við gefið frá sér yfirlýsingar sem virðast benda til þess að hann sé hallur undir Donald Trump Bandaríkjaforseta og rússnesk stjórnvöld. Bandaríska leyniþjónustan segir að uppljóstrunarvefur hans, Wikileaks, hafi tekið við stolnum gögnum úr póstþjónum Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sem rússneskir tölvuþrjótar eru sakaðir um að hafa komið brotist inn í. Í röð tísta á mánudag, daginn sem almyrkvi var sjáanlegur frá stórum hluta Bandaríkjanna, ákvað Assange að sigla gegn straumi viðurkenndra staðreynda og fullyrti að því fylgdi engin hætta að horfa á almyrkvann. Það væri aðeins fyrir og eftir að tunglið hyldi algerlega sólina sem hætta væri á ferðum. Sérfræðingar og fjölmiðlar höfðu brýnt fyrir almenningi að horfa ekki á sólmyrkvann með berum augum og mældu með sérstökum sólmyrkvagleraugum sem sía út skaðlega sólargeisla. Á vefsíðu NASA kom fram að jafnvel þó að tunglið skyggði á 99% sólarinnar væri hætta á verulegum augnskemmdum horfði fólk á hana með berum augum.Ung stúlka horfir á deildarmyrkva sem var sjáanlegur frá New York á mánudag. Illa hefði farið fyrir augum hennar hefði hún reynt að stara á myrkvann með berum augum.Vísir/AFPAlmyrkvi stendur stutt og flestir sjá aðeins deildarmyrkvaFullyrðing Assange er í sjálfu sér ekki röng en hún hunsar lykilþætti sem varða öryggi þess að fylgja með sólmyrkvum. Rétt er að tunglið lokar á sterka geisla sólarinnar einmitt á meðan almyrkvinn er í hámarki. Nær ómögulegt er hins vegar að segja með fullri vissu nákvæmlega hversu lengi það augnablik stendur yfir á hverjum stað. Þar sem almyrkvinn stóð sem lengst yfir varði hann í um tvær og hálfa mínútu. Eins og vefsíðan Gizmodo bendir einnig á sér afgerandi meirihluti fólks heldur aldrei fullan almyrkva heldur aðeins deildarmyrkva þar sem tunglið skyggir aðeins á hluta skífu sólarinnar. Það var tilfellið víðsvegar um Bandaríkin utan slóðar almyrkvans sjálfs á mánudag. Þannig voru aðeins 72% sólarinnar hulin í New York til dæmis. Asssange virtist hins vegar sannfærður um að verið væri að hafa bandarískan almenning að leiksoppum. „Þú horfir í burtu þegar þú sérð hann enda. Augun færa sig líka til að verja sig. Móðursýkinni virðist líka viðhaldið af hagnaði gleraugnafyrirtækja,“ tísti Assange.You look away when you see it ending. Eyes also move to protect themselves. The hysteria seems to be sustained by glasses company profits.— Julian Assange (@JulianAssange) August 21, 2017
WikiLeaks Tengdar fréttir Beðið í ofvæni eftir almyrkva Þetta er í fyrsta skipti síðan 1918 sem tunglið gengur í veg fyrir sólu og veldur almyrkva af þessu tagi þvert yfir Bandaríkin. 21. ágúst 2017 07:43 Sævar Helgi: Orð geta ekki lýst almyrkva Ritstjóri Stjörnufræðivefsins var mættur til Bandaríkjanna til að fylgjast með almyrkva á sólu í gær. Hann skortir orð til að lýsa upplifuninni. 22. ágúst 2017 21:00 Milljónir upplifðu almyrkva á sólu Almyrkvinn sást fyrst frá Oregon-ríki klukkan korter yfir tíu að staðartíma, eða korter yfir fimm að íslenskum tíma. Lauk honum í Suður-Karólínu um klukkan korter í sjö. 21. ágúst 2017 23:30 Geimfarar sáu skugga tunglsins yfir Bandaríkjunum Aðeins sex manneskjur voru í þeirri einstöku stöðu að geta séð skugga almyrkvans á sólu yfir Bandaríkjunum í gær. 22. ágúst 2017 14:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Beðið í ofvæni eftir almyrkva Þetta er í fyrsta skipti síðan 1918 sem tunglið gengur í veg fyrir sólu og veldur almyrkva af þessu tagi þvert yfir Bandaríkin. 21. ágúst 2017 07:43
Sævar Helgi: Orð geta ekki lýst almyrkva Ritstjóri Stjörnufræðivefsins var mættur til Bandaríkjanna til að fylgjast með almyrkva á sólu í gær. Hann skortir orð til að lýsa upplifuninni. 22. ágúst 2017 21:00
Milljónir upplifðu almyrkva á sólu Almyrkvinn sást fyrst frá Oregon-ríki klukkan korter yfir tíu að staðartíma, eða korter yfir fimm að íslenskum tíma. Lauk honum í Suður-Karólínu um klukkan korter í sjö. 21. ágúst 2017 23:30
Geimfarar sáu skugga tunglsins yfir Bandaríkjunum Aðeins sex manneskjur voru í þeirri einstöku stöðu að geta séð skugga almyrkvans á sólu yfir Bandaríkjunum í gær. 22. ágúst 2017 14:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent