Arket mun bjóða upp á herra-, dömu-, barna- og heimilislínu og af fyrstu myndum að dæma virðist verslunin vera falleg og látlaus. Mikið er lagt upp úr umhverfisvænum efnum og endurnýtingu, eins og fyrirtæki H&M hafa lagt mikla áherslu á síðustu mánuði.
Arket staðsetur sig einhversstaðar á milli Cos og &Other Stories og eru verðin í samræmi við það. Svo eru þeir aðeins að stíga út fyrir þægindarammann þar sem einnig verður kaffihús í hverri verslun.
Skandinavísk tíska er orðin mjög áberandi og vinsæl meðal fólks, og eru þessar búðir aldeilis að sækja í sig veðrið og opna út um allan heim.
Nóg er að gera hjá H&M þessa dagana, því Arket opnar þann 25. ágúst í London og H&M á Íslandi þann 26. ágúst næstkomandi. Karl-Johan Persson, forstjóri H&M, ætlar sér að vera viðstaddur báðar opnanirnar, vonum að það gangi vel upp hjá manninum.







