Borgin geti ekki verið stikkfrí Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. ágúst 2017 09:54 Hinn umdeildi, útlenski innkaupapoki fær að standa á Lækjartorgi fram að mánaðamótum. Vísir/Stefán Íslenskufræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson segir hinn flennistóra H&M-poka sem nú stendur á Læjartorgi vera dæmigerðan fyrir það andvaraleysi sem ríkir gagnvart tungumálinu. Innkaupapokinn auglýsir opnun verslunarinnar um næstu helgi og er öll á ensku, eins og sjá má myndinni hér að ofan. Auglýsingin er umdeild en fær þó að standa fram yfir mánaðamótin eins og Vísir greindi frá á mánudag. „Enskan flæðir alls staðar yfir án þess að nokkur geri nokkuð í því og það veikir varnir íslenskunnar,“ segir Eiríkur í færslu á Facebook nú í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að Reykjavíkurborg hafi brotið lög með því að leyfa pokanum að standa. Í ákvæði laga nr. 57/2005 segir að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu og segir Eiríkur augljóst að pokinn sé ætlaður íslenskum viðskiptavinum verslunarinnar. Borgin geti ekki þóst vera stikkfrí. „Borgin telur það greinilega ekki hlutverk sitt að sjá til þess að lög séu virt að þessu leyti,“ segir Eiríkur og bætir því við að Neytendastofa hafi ekki svarað fyrirspurn han um hvað stofnunin geri til framfylgja lagaskyldu sinni í þessu efni. Breyti kannski litlu en er lýsandi Þó svo að ein auglýsing breyti engu um stöðu íslenskunnar að sögn Eiríks segir hann auglýsingu H&M dæmigerða fyrir andvaraleysið sem ríkir gagnvart tungumálinu - „enginn telur það hlutverk sitt að gæta hagsmuna þess,“ segir Eiríkur sem hefur verið duglegur að gagnrýna síaukna tilhneigingu fyrirtækja til að hafa markaðsefni sitt á ensku í takt við mikla fjölgun ferðamanna. Það gerði hann til að mynda í upphafi sumars þegar hann sagði það vera „frekar hallærislegt“ af Flugfélagi Íslands að breyta nafni sínu í Air Iceland Connect. Þá kvartaði hann jafnframt undan nafni vöru- og þjónustusýningarinnar Amazing Home Show sem fram fór í Laugardalshöll um miðjan maí. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru,“ sagði Eiríkur. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36 Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30 Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sjá meira
Íslenskufræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson segir hinn flennistóra H&M-poka sem nú stendur á Læjartorgi vera dæmigerðan fyrir það andvaraleysi sem ríkir gagnvart tungumálinu. Innkaupapokinn auglýsir opnun verslunarinnar um næstu helgi og er öll á ensku, eins og sjá má myndinni hér að ofan. Auglýsingin er umdeild en fær þó að standa fram yfir mánaðamótin eins og Vísir greindi frá á mánudag. „Enskan flæðir alls staðar yfir án þess að nokkur geri nokkuð í því og það veikir varnir íslenskunnar,“ segir Eiríkur í færslu á Facebook nú í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að Reykjavíkurborg hafi brotið lög með því að leyfa pokanum að standa. Í ákvæði laga nr. 57/2005 segir að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu og segir Eiríkur augljóst að pokinn sé ætlaður íslenskum viðskiptavinum verslunarinnar. Borgin geti ekki þóst vera stikkfrí. „Borgin telur það greinilega ekki hlutverk sitt að sjá til þess að lög séu virt að þessu leyti,“ segir Eiríkur og bætir því við að Neytendastofa hafi ekki svarað fyrirspurn han um hvað stofnunin geri til framfylgja lagaskyldu sinni í þessu efni. Breyti kannski litlu en er lýsandi Þó svo að ein auglýsing breyti engu um stöðu íslenskunnar að sögn Eiríks segir hann auglýsingu H&M dæmigerða fyrir andvaraleysið sem ríkir gagnvart tungumálinu - „enginn telur það hlutverk sitt að gæta hagsmuna þess,“ segir Eiríkur sem hefur verið duglegur að gagnrýna síaukna tilhneigingu fyrirtækja til að hafa markaðsefni sitt á ensku í takt við mikla fjölgun ferðamanna. Það gerði hann til að mynda í upphafi sumars þegar hann sagði það vera „frekar hallærislegt“ af Flugfélagi Íslands að breyta nafni sínu í Air Iceland Connect. Þá kvartaði hann jafnframt undan nafni vöru- og þjónustusýningarinnar Amazing Home Show sem fram fór í Laugardalshöll um miðjan maí. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru,“ sagði Eiríkur.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36 Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30 Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sjá meira
Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36
Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30
Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13