Veðbankar í Bandaríkjunum muna ekki annan eins viðsnúning í veðmálum eins og á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather.
Til að byrja með voru nánast allir að setja pening á Mayweather en nú hefur dæmið snúist við. Það er búið að sannfæra marga um að Conor eigi möguleika og stuðlarnir á hans sigur hrunið.
Síðustu daga eru allt að 95 prósent að veðja á að Conor hafi betur gegn einum besta boxara allra tíma sem aldrei hefur tapað bardaga.
Hjá MGM veðjuðu 277 á sigur Mayweather en yfir 6.000 settu seðil á Írann. Það er sturluð staðreynd.
Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
