Alpahúfan er komin aftur fyrir haustið Ritstjórn skrifar 22. ágúst 2017 14:45 Glamour/Getty Margir hafa mismunandi minningar þegar þeir hugsa um gömlu góðu alpahúfuna, og er hægt að tengja hana bæði við tísku fjórða áratugarins, pólítískar hreyfingar eða franska konu í röndóttum bol í París. Alpahúfan hefur að sjálfsögðu verið lengi til staðar í búðum og mjög oft til í mismunandi útfærslum, en orðið mun meira áberandi síðustu mánuði. Alpahúfan er nefnilega komin sterk inn fyrir haustið, og er það Maria Grazia Chiuri, yfirhönnuður Christian Dior sem kom henni á kortið. Maria sendi nánast hverja einustu fyrirsætu niður tískupallinn með leður-alpahúfu fyrir haust-og vetrarlínuna 2017/2018. Síðan þá hafa stjörnur eins og Rihanna og fyrirsætan Bella Hadid sést með húfuna og verður þessi húfa mjög áberandi í vetur. Hvort sem það er í leðri eða úr öðru efni, finnum okkur alpahúfu fyrir haustið.Leikkonan Greta Garbo árið 1932, fyrir myndina As You Desire Me. Með velúr-alpahúfu. The Black Panther var pólítísk hreyfing sem barðist fyrir réttindum svartra í Ameríku, í kringum 1960-1970. Þeir báru svartar alpahúfur. Christian DiorChristian DiorFyrirsætan Bella HadidÁ tískupöllum Jacquemus fyrir haust/vetur 2017/2018.Rihanna með leður-alpahúfu frá Christian Dior. Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Ekki spara kinnalitinn í vetur Glamour Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Glamour Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour Beyoncé sem Nala í endurgerð Lion King Glamour 19 ára Kate Moss auglýsir nýjan ilm Calvin Klein Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour Derhúfan er málið í dag Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour
Margir hafa mismunandi minningar þegar þeir hugsa um gömlu góðu alpahúfuna, og er hægt að tengja hana bæði við tísku fjórða áratugarins, pólítískar hreyfingar eða franska konu í röndóttum bol í París. Alpahúfan hefur að sjálfsögðu verið lengi til staðar í búðum og mjög oft til í mismunandi útfærslum, en orðið mun meira áberandi síðustu mánuði. Alpahúfan er nefnilega komin sterk inn fyrir haustið, og er það Maria Grazia Chiuri, yfirhönnuður Christian Dior sem kom henni á kortið. Maria sendi nánast hverja einustu fyrirsætu niður tískupallinn með leður-alpahúfu fyrir haust-og vetrarlínuna 2017/2018. Síðan þá hafa stjörnur eins og Rihanna og fyrirsætan Bella Hadid sést með húfuna og verður þessi húfa mjög áberandi í vetur. Hvort sem það er í leðri eða úr öðru efni, finnum okkur alpahúfu fyrir haustið.Leikkonan Greta Garbo árið 1932, fyrir myndina As You Desire Me. Með velúr-alpahúfu. The Black Panther var pólítísk hreyfing sem barðist fyrir réttindum svartra í Ameríku, í kringum 1960-1970. Þeir báru svartar alpahúfur. Christian DiorChristian DiorFyrirsætan Bella HadidÁ tískupöllum Jacquemus fyrir haust/vetur 2017/2018.Rihanna með leður-alpahúfu frá Christian Dior.
Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Ekki spara kinnalitinn í vetur Glamour Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Glamour Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour Beyoncé sem Nala í endurgerð Lion King Glamour 19 ára Kate Moss auglýsir nýjan ilm Calvin Klein Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour Derhúfan er málið í dag Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour