Alexandria Zahra Jones er orðin 17 ára gömul og móðirin deildi stolt sjálfu til að óska henni til hamingju með afmælið. Þar sést glögglega að dóttirin hefur erft töffarskapinn og fegurðina frá foreldrunum.
Alexandria, sem gjarna er kölluð Lexie, fæddist árið 2000 og er eina barnið sem þau Iman og David eiga saman.
Við eigum eflaust eftir að sjá meira frá dömu í framtíðinni.