Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2017 22:13 Auglýsingin er flennistór. Vísir/Stefán Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd er pokinn nokkuð fyrirferðarmikill, auk þess sem textinn á skiltinu er á ensku. Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir á opnun verslunarinnar í Smáralind 26. ágúst næstkomandi. Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á pokanum fyrr í dag og velti því upp hver gæfi leyfi fyrir slíkri auglýsingunum. Tengir hann við frétt Stundarinnar þar sem greint er frá því að Reykjavíkurborg hafi ekki gefið leyfi fyrir uppsetningu innkaupapokans og að hann verði fjarlægður á morgun.Æi þetta er ekki fallegt. Hver leyfir svona? pic.twitter.com/yykn7LqSWO— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) August 21, 2017 Í samtali við Vísi segir Guðmundur Vignir Óskarsson, verkefnastjóri leyfisveitinga borgarlands þó að ekki sé rétt að pokinn verði fjarlægður á morgun. H&M hafi sótt um tilskilin leyfi fyrir innkaupapokanum og að hann fái að standa fram yfir mánaðamót. Borgin meti það sem svo að verið sé að kynna viðburð. „Okkur hugsun er bara sú að þetta er jákvætt innlegg í verslunarrekstur í miðborginni. Við leyfum þetta í tilgangi, að kynna þessa stórverslun sem er að koma hingað inn,“ segir Guðmundur Vignir en H&M mun einnig opna verslun í Kringlunni sem og í Hafnartorgi, í grennd við innkaupapokann.Getum við ekki sleppt því að brenna IKEA geitina í ár og kveikt frekar öll í ógeðslega ljóta H&M innkaupapokanum sem er kominn á Lækjatorg?— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) August 21, 2017 Guðmundur líkir þessu við það leyfi sem Kóklestin svokallaða hefur fengið í kringum jólin til að keyra í gegnum miðbæinn. Hann segir þó að borgin geri sér vel grein fyrir því að slíkar auglýsingar geti verið umdeildar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru örugglega mjög skiptar skoðanir um hvað á að ganga langt í þessum efnum.“ Stærð innkaupapokans er þó ekki það eina sem hefur verið gagnrýnd en sú staðreynd að auglýsingin er á ensku hefur vakið mismikla lukku.Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra.Vísir/EyþórKristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra gagnrýndi skiltið í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Sagði hann enskunotkun fyrirtækja vera dapurlega. „Mér finnst það mjög dapurt. Ég sé núna auglýsingar á einhverri verslun sem er að fara að opna. Það er enska sem tröllríður þar, eitthvert stærðarinnar skilti á Lækjartorgi. Mér finnst þetta dapurt. Vegna þess að það er ósköp einfalt að við eigum að nota íslensku til alls. Við eigum orð á íslensku yfir alla mögulega hluti,“ sagði Kristján Þór. Vakið hefur athygli að fyrirtæki með starfsemi á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér ensku á kostnað íslenskunnar, stutt er síðan Flugfélag Íslands breytti nafni sínu í Air Iceland Connect. Hefur þetta verið tengt við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi en ráðherrann gefur lítið fyrir þær skýringar. „Mér finnst þetta svona frekar slakt, bara svo ég láti nú vaða. Ég meina, útlendingar, erlendir ferðamenn, eru að koma hingað til að upplifa Ísland. Hluti af Íslandi er að geta boðið erlendu fólki upp á það sem íslenskt er. Og ef að málið okkar er ekki gjaldgengt í þeirri upplifun, þá spyr ég: Hvað eru menn að gagga þarna þegar þeir eru að reyna að berja saman einhverja texta á erlendu máli?" sagði Kristján í samtali við Síðdegisútvarp Rásar 2.Þá hnýtir rithöfundurinn Andri Snær Magnason í auglýsinguna og gagnrýnir að enskt heiti ágústmánaðar sé notað í stað þess íslenska, líkt og sjá má hér að neðan.HM opnar í August, skv ljósaskilti. #fokkíslenska— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) August 20, 2017 Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd er pokinn nokkuð fyrirferðarmikill, auk þess sem textinn á skiltinu er á ensku. Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir á opnun verslunarinnar í Smáralind 26. ágúst næstkomandi. Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á pokanum fyrr í dag og velti því upp hver gæfi leyfi fyrir slíkri auglýsingunum. Tengir hann við frétt Stundarinnar þar sem greint er frá því að Reykjavíkurborg hafi ekki gefið leyfi fyrir uppsetningu innkaupapokans og að hann verði fjarlægður á morgun.Æi þetta er ekki fallegt. Hver leyfir svona? pic.twitter.com/yykn7LqSWO— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) August 21, 2017 Í samtali við Vísi segir Guðmundur Vignir Óskarsson, verkefnastjóri leyfisveitinga borgarlands þó að ekki sé rétt að pokinn verði fjarlægður á morgun. H&M hafi sótt um tilskilin leyfi fyrir innkaupapokanum og að hann fái að standa fram yfir mánaðamót. Borgin meti það sem svo að verið sé að kynna viðburð. „Okkur hugsun er bara sú að þetta er jákvætt innlegg í verslunarrekstur í miðborginni. Við leyfum þetta í tilgangi, að kynna þessa stórverslun sem er að koma hingað inn,“ segir Guðmundur Vignir en H&M mun einnig opna verslun í Kringlunni sem og í Hafnartorgi, í grennd við innkaupapokann.Getum við ekki sleppt því að brenna IKEA geitina í ár og kveikt frekar öll í ógeðslega ljóta H&M innkaupapokanum sem er kominn á Lækjatorg?— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) August 21, 2017 Guðmundur líkir þessu við það leyfi sem Kóklestin svokallaða hefur fengið í kringum jólin til að keyra í gegnum miðbæinn. Hann segir þó að borgin geri sér vel grein fyrir því að slíkar auglýsingar geti verið umdeildar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru örugglega mjög skiptar skoðanir um hvað á að ganga langt í þessum efnum.“ Stærð innkaupapokans er þó ekki það eina sem hefur verið gagnrýnd en sú staðreynd að auglýsingin er á ensku hefur vakið mismikla lukku.Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra.Vísir/EyþórKristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra gagnrýndi skiltið í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Sagði hann enskunotkun fyrirtækja vera dapurlega. „Mér finnst það mjög dapurt. Ég sé núna auglýsingar á einhverri verslun sem er að fara að opna. Það er enska sem tröllríður þar, eitthvert stærðarinnar skilti á Lækjartorgi. Mér finnst þetta dapurt. Vegna þess að það er ósköp einfalt að við eigum að nota íslensku til alls. Við eigum orð á íslensku yfir alla mögulega hluti,“ sagði Kristján Þór. Vakið hefur athygli að fyrirtæki með starfsemi á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér ensku á kostnað íslenskunnar, stutt er síðan Flugfélag Íslands breytti nafni sínu í Air Iceland Connect. Hefur þetta verið tengt við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi en ráðherrann gefur lítið fyrir þær skýringar. „Mér finnst þetta svona frekar slakt, bara svo ég láti nú vaða. Ég meina, útlendingar, erlendir ferðamenn, eru að koma hingað til að upplifa Ísland. Hluti af Íslandi er að geta boðið erlendu fólki upp á það sem íslenskt er. Og ef að málið okkar er ekki gjaldgengt í þeirri upplifun, þá spyr ég: Hvað eru menn að gagga þarna þegar þeir eru að reyna að berja saman einhverja texta á erlendu máli?" sagði Kristján í samtali við Síðdegisútvarp Rásar 2.Þá hnýtir rithöfundurinn Andri Snær Magnason í auglýsinguna og gagnrýnir að enskt heiti ágústmánaðar sé notað í stað þess íslenska, líkt og sjá má hér að neðan.HM opnar í August, skv ljósaskilti. #fokkíslenska— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) August 20, 2017
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30