Nike skórnir sem Virgil mun endurgera eru þeir klassísku Air Jordan 1, Air Max 90, Air Max 97, Blazer, Hyperdunk og Air Force 1. Einnig á þessum lista eru nýrri týpur eins og AirVaporMax, Air Presto, Zoom VaporFly en einnig Converse Chuck Taylor All-Stars, sem eru framleiddir af Nike.
Línan ber nafnið The Ten: Icons Reconstructed by Virgil Abloh, og kemur í búðir í Nóvember. Hins vegar munu nokkrar týpur koma í valdar Nike-búðir í September.
Virgil er menntaður arkitekt, og þótti þetta verkefni mjög spennandi fyrir vikið, og hugsaði mikið um hvernig skórnir eru teknir í sundur og settir saman aftur.
Mikið er um samstörf í tískuheiminum um þessar mundir, en við erum ekki frá því að þetta samstarf kemur með ferskan andblæ inn í haustið.
Hér má sjá nánar um samstarfið.






