Bláir og fjólubláir varalitir í samstarfi Balmain og L'Oréal Ritstjórn skrifar 21. ágúst 2017 09:32 Olivier Rousteing, listrænn stjórnandi Balmain, hefur gert nýja línu varalita fyrir L'Oréal. Í boði verða tólf litir, gerðir með tólf mismunandi konur í huga. Litir á borð við eldrauðan, fjólubláan og ferskjulitaðan verða í boði, og mun varaliturinn kosta um 1.500 krónur í Bandaríkjunum. Í tilefni línunnar kemur einnig út hálsmen, sem rúmar varalitinn fullkomnlega og var það hannað af Olivier sjálfum, og rímar það vel við haust- og vetrarlínu tískuhússins. Olivier segir að hanna varalit sé ekkert mjög ólíkt því að hanna föt. Að varalitur geti sagt mikið um í hvaða skapi maður er og auðvelt sé að tjá sig með litunum. Segir hann línuna vera fyrir sterkar konur og ákveðnar konur. Balmain-konan er einmitt sterk og ákveðin að sögn Olivier. ,,Ef Balmain ætlar að gera varalit þá verður hann að vera stórkostlegasti varalitur sem til er." Segir Olivier um línuna. Stór orð! En þetta er góð leið til að vera partur af Balmain án þess að þurfa að eyða stórfé, og eru umbúðirnar mjög fallegar. Glamour/Skjáskot, Hanna TveiteGlamour/Skjáskot Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Ekki spara kinnalitinn í vetur Glamour Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Glamour Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour Beyoncé sem Nala í endurgerð Lion King Glamour 19 ára Kate Moss auglýsir nýjan ilm Calvin Klein Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour Derhúfan er málið í dag Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour
Olivier Rousteing, listrænn stjórnandi Balmain, hefur gert nýja línu varalita fyrir L'Oréal. Í boði verða tólf litir, gerðir með tólf mismunandi konur í huga. Litir á borð við eldrauðan, fjólubláan og ferskjulitaðan verða í boði, og mun varaliturinn kosta um 1.500 krónur í Bandaríkjunum. Í tilefni línunnar kemur einnig út hálsmen, sem rúmar varalitinn fullkomnlega og var það hannað af Olivier sjálfum, og rímar það vel við haust- og vetrarlínu tískuhússins. Olivier segir að hanna varalit sé ekkert mjög ólíkt því að hanna föt. Að varalitur geti sagt mikið um í hvaða skapi maður er og auðvelt sé að tjá sig með litunum. Segir hann línuna vera fyrir sterkar konur og ákveðnar konur. Balmain-konan er einmitt sterk og ákveðin að sögn Olivier. ,,Ef Balmain ætlar að gera varalit þá verður hann að vera stórkostlegasti varalitur sem til er." Segir Olivier um línuna. Stór orð! En þetta er góð leið til að vera partur af Balmain án þess að þurfa að eyða stórfé, og eru umbúðirnar mjög fallegar. Glamour/Skjáskot, Hanna TveiteGlamour/Skjáskot
Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Ekki spara kinnalitinn í vetur Glamour Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Glamour Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour Beyoncé sem Nala í endurgerð Lion King Glamour 19 ára Kate Moss auglýsir nýjan ilm Calvin Klein Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour Derhúfan er málið í dag Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour