Hraðaheimsmet í hálfri mílu Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2017 14:34 Það felast 2.500 hestöfl undir húddinu á þessum Audi R8 bíl. Um daginn var sett nýtt hraðaheimsmet í hálfri mílu og náði Audi R8 bíll 394 km/klst endahraða og hefur enginn náð meiri hraða eftir svo stuttan sprett. Þessi Audi R8 bíll er heldur enginn venjulegur bíll því vél hans sturtar út 2.500 hestöflum til allra hjólanna með nitro eldsneyti. Hefðbundinn Audi R8 með sína V10 og 5,2 lítra vél er 610 hestöfl. Metbílnum var breytt af Underground Racing og fékk hann svokallaðar X Version biturbo frá þeim, eða tvær risastórar forþjöppur. Þessi breyting Underground Racing fæst ekki alveg ókeypis, en hún kostar 99.000 dollara. Audi R8 bíllinn náði metinu af Lamborghini Huracán sem náði hafði árið 2015 384 km/klst. Sjá má metslátt Audi R8 bílsins í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent
Um daginn var sett nýtt hraðaheimsmet í hálfri mílu og náði Audi R8 bíll 394 km/klst endahraða og hefur enginn náð meiri hraða eftir svo stuttan sprett. Þessi Audi R8 bíll er heldur enginn venjulegur bíll því vél hans sturtar út 2.500 hestöflum til allra hjólanna með nitro eldsneyti. Hefðbundinn Audi R8 með sína V10 og 5,2 lítra vél er 610 hestöfl. Metbílnum var breytt af Underground Racing og fékk hann svokallaðar X Version biturbo frá þeim, eða tvær risastórar forþjöppur. Þessi breyting Underground Racing fæst ekki alveg ókeypis, en hún kostar 99.000 dollara. Audi R8 bíllinn náði metinu af Lamborghini Huracán sem náði hafði árið 2015 384 km/klst. Sjá má metslátt Audi R8 bílsins í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent