Harvey gæti hafa eyðilagt hálfa milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2017 10:32 Meira en hálf milljón bíla gætu verið ónýtir í Texas. Afleiðingar fellibylsins Harvey sem fór yfir Texas er geigvænlegar og allt eins má búast við að rigningar af völdum hans hafi eyðilagt meira en hálfa milljón bíla. Á fimm dögum rigndi 127 cm og eru fá dæmi um annað eins. Samsvara það ársrigningu í Reykjavík. Til samanburðar eyðilögðust 250.000 bílar þegar fellibylurinn Sandy fór um New York og New Jersey svæðið árið 2012. Á síðasta ári seldust ríflega 17 milljón bílar í Bandaríkjunum og því mundu hálf milljón bíla nema um 3% af árssölunni þar í landi. Í fyrra seldust um 18.500 nýir bílar hér á landi og því eru ónýtu bílarnir í Texas 27 sinnum fleiri en árssalan hér í fyrra. Fiat Chrysler og Genaral Motors hafa boðið þeim sem hafa orðið fyrir bílatjóni af völdum Harvey 500 dollara afslátt af nýjum bílum fyrirtækjanna af árgerð 2017 og 2018. Hyundai hefur hinsvegar boðið betur, eða 750 dollara afslátt. Ford og Nissan hafa gefið nú þegar 100.000 dollara hvort til hjálparstarfs auk 50.000 dollara til Rauða krossins. Nissan ætlar að auki að gefa 1 milljón dollara til hjálparstofnunarinnar Habitat for Humanity. Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent
Afleiðingar fellibylsins Harvey sem fór yfir Texas er geigvænlegar og allt eins má búast við að rigningar af völdum hans hafi eyðilagt meira en hálfa milljón bíla. Á fimm dögum rigndi 127 cm og eru fá dæmi um annað eins. Samsvara það ársrigningu í Reykjavík. Til samanburðar eyðilögðust 250.000 bílar þegar fellibylurinn Sandy fór um New York og New Jersey svæðið árið 2012. Á síðasta ári seldust ríflega 17 milljón bílar í Bandaríkjunum og því mundu hálf milljón bíla nema um 3% af árssölunni þar í landi. Í fyrra seldust um 18.500 nýir bílar hér á landi og því eru ónýtu bílarnir í Texas 27 sinnum fleiri en árssalan hér í fyrra. Fiat Chrysler og Genaral Motors hafa boðið þeim sem hafa orðið fyrir bílatjóni af völdum Harvey 500 dollara afslátt af nýjum bílum fyrirtækjanna af árgerð 2017 og 2018. Hyundai hefur hinsvegar boðið betur, eða 750 dollara afslátt. Ford og Nissan hafa gefið nú þegar 100.000 dollara hvort til hjálparstarfs auk 50.000 dollara til Rauða krossins. Nissan ætlar að auki að gefa 1 milljón dollara til hjálparstofnunarinnar Habitat for Humanity.
Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent