Ákæra gefin út á hendur Sveini Gesti í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2017 10:09 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir Héraðssaksóknari mun gefa út ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni í dag. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur en hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Sveinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins frá því það kom upp. Lögum samkvæmt eru takmörk fyrir því hve lengi má halda grunuðum í gæsluvarðhaldi og er hámarkið tólf vikur á meðan ekki hefur verið gefin út ákæra. Embætti héraðssaksóknara staðfestir að ákæra verði gefin út síðdegis í dag. Sveinn Gestur hefur staðfastlega neitað sök um að hafa ætlað að ráða Arnari bana. Í greinargerðum lögreglu sem fylgt hafa kröfum um gæsluvarðhald hefur komið fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta. Niðurstaða krufningar var sú að þvinguð frambeygð staða, þrýstingur á brjósthol og hálstak hafi leitt til mikillar minnkunar öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Auk Sveins Gests eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn, Jón Trausti Lúthersson, sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur. vísir/eyþórUpptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. Hann segir Arnar hafa að ástæðulausu ráðist á sig og þá sem voru með í för. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. Sveinn Gestur hringdi meðal annars í neyðarlínuna en eftir samtalið við starfsmann neyðarlínunnar má heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggja fyrir Snapchat upptökur úr síma Sveins Gests þar sem sjá má brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Fram kemur í greinargerð lögreglu að heyra megi á upptökunum að Sveinn Gestur og Jón Trausti tali á niðrandi hátt til Arnars. Heyra megi Jón Trausta segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Héraðssaksóknari mun gefa út ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni í dag. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur en hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Sveinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins frá því það kom upp. Lögum samkvæmt eru takmörk fyrir því hve lengi má halda grunuðum í gæsluvarðhaldi og er hámarkið tólf vikur á meðan ekki hefur verið gefin út ákæra. Embætti héraðssaksóknara staðfestir að ákæra verði gefin út síðdegis í dag. Sveinn Gestur hefur staðfastlega neitað sök um að hafa ætlað að ráða Arnari bana. Í greinargerðum lögreglu sem fylgt hafa kröfum um gæsluvarðhald hefur komið fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta. Niðurstaða krufningar var sú að þvinguð frambeygð staða, þrýstingur á brjósthol og hálstak hafi leitt til mikillar minnkunar öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Auk Sveins Gests eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn, Jón Trausti Lúthersson, sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur. vísir/eyþórUpptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. Hann segir Arnar hafa að ástæðulausu ráðist á sig og þá sem voru með í för. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. Sveinn Gestur hringdi meðal annars í neyðarlínuna en eftir samtalið við starfsmann neyðarlínunnar má heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggja fyrir Snapchat upptökur úr síma Sveins Gests þar sem sjá má brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Fram kemur í greinargerð lögreglu að heyra megi á upptökunum að Sveinn Gestur og Jón Trausti tali á niðrandi hátt til Arnars. Heyra megi Jón Trausta segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira