Jón Arnór: Þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 08:30 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/ÓskarÓ Jón Arnór Stefánsson á að baki langan atvinnumannaferil í bestu deildum Evrópu og hann hefur því oft mætt leikmönnum gríska landsliðsins sem mætir því íslenska í dag í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í körfubolta í Helsinki. „Þetta er fullbúið lið af rosalega reynslumiklum leikmönnum sem eru búnir að spila út um allar trissur. Þeir spila vel saman líklega eins og smurð vél. Þeir verða mjög erfiðir viðureignar,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. „Við byrjuðum á stórum leik í Berlín fyrir tveimur árum á móti heimaliðinu sem var stórt verkefni. Við þurfum að koma með sömu orku inn í þennan leik og við vorum með þá,“ segir Jón Arnór. Hann segir að upphaf leiksins muni ráða miklu. „Það skiptir miklu máli hvernig við byrjum leikinn því þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur og við þurfum að nýta okkur það plús orkuna úr stúkunni og þann meðbyr,“ segir Jón og hann hefur ekki áhyggjur af því að tilfinningarnar fari að trufla þá að sjá allan íslenska stuðningsmannahópinn í stúkunni. „Það mun nýtast okkur vel og við munum bara þrífast á því. Ég held að það sé svolítið mikilvægt að slá þá utan undir og vera fyrstir til þess. Við þurfum að fá þá til að pirrast aðeins upp og svo kemur að því í seinni hálfleik að þeir hugsa: Allt í lagi við þurfum að vera virðingu fyrir þeim. Þá þurfum við að vera klókir til þess að geta landað sigri,“ sagði Jón Arnór. Hann kannast vel við leikmenn gríska landsliðsins. „Ég hef spilað á móti mörgum þeirra og þá líður manni eins og maður þekki þá persónulega. Þegar maður spilar á móti þeim svona mörgum sinnum þá er maður farinn að heilsa þeim og svona. Ég hef ekki spilað með neinum í gríska liðinu og ég held að það sé eina liðið hér þar sem ég hef ekki spilað með neinum. Ég þekki þá langflesta og þetta er mjög vel mannað lið,“ sagði Jón Arnór. Hann sér þetta gríska lið nýta sér hraðaupphlaupin betur en mörg önnur grísk lið hafa gert á síðustu árum. „Þeir spila ágætlega hraðann leik og fara í hraðaupphlaup og svoleiðis. Í gegnum tíðina þegar þeir voru bestir þá voru þeir að nýta skotklukkuna mikið og voru að spila langar sóknir og það var oft lágt skor í leikjunum. Góðar varnir. Það einkenndi svolítið gríska boltann,“ sagði Jón Arnór en hvað með fjarveru Giannis Antetokounmpo? „Það er öðrvísi dínamík þegar hann er ekki með. Ég held að þeir séu samt ekkert slakari. Þeir eru með mjög snöggann leikstjórnanda, Calathes og þeir eru með góða og hæfileikaríka stráka sem geta klárað í hraðaupphlaupum. Ég er alveg vissum að þeir nýti sér það en grískur körfubolti í gegnum tíðina hefur verið hægari bolti,“ sagði Jón Arnór. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum. 31. ágúst 2017 07:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Þýðir ekkert að vera feiminn KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu. 31. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson á að baki langan atvinnumannaferil í bestu deildum Evrópu og hann hefur því oft mætt leikmönnum gríska landsliðsins sem mætir því íslenska í dag í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í körfubolta í Helsinki. „Þetta er fullbúið lið af rosalega reynslumiklum leikmönnum sem eru búnir að spila út um allar trissur. Þeir spila vel saman líklega eins og smurð vél. Þeir verða mjög erfiðir viðureignar,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. „Við byrjuðum á stórum leik í Berlín fyrir tveimur árum á móti heimaliðinu sem var stórt verkefni. Við þurfum að koma með sömu orku inn í þennan leik og við vorum með þá,“ segir Jón Arnór. Hann segir að upphaf leiksins muni ráða miklu. „Það skiptir miklu máli hvernig við byrjum leikinn því þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur og við þurfum að nýta okkur það plús orkuna úr stúkunni og þann meðbyr,“ segir Jón og hann hefur ekki áhyggjur af því að tilfinningarnar fari að trufla þá að sjá allan íslenska stuðningsmannahópinn í stúkunni. „Það mun nýtast okkur vel og við munum bara þrífast á því. Ég held að það sé svolítið mikilvægt að slá þá utan undir og vera fyrstir til þess. Við þurfum að fá þá til að pirrast aðeins upp og svo kemur að því í seinni hálfleik að þeir hugsa: Allt í lagi við þurfum að vera virðingu fyrir þeim. Þá þurfum við að vera klókir til þess að geta landað sigri,“ sagði Jón Arnór. Hann kannast vel við leikmenn gríska landsliðsins. „Ég hef spilað á móti mörgum þeirra og þá líður manni eins og maður þekki þá persónulega. Þegar maður spilar á móti þeim svona mörgum sinnum þá er maður farinn að heilsa þeim og svona. Ég hef ekki spilað með neinum í gríska liðinu og ég held að það sé eina liðið hér þar sem ég hef ekki spilað með neinum. Ég þekki þá langflesta og þetta er mjög vel mannað lið,“ sagði Jón Arnór. Hann sér þetta gríska lið nýta sér hraðaupphlaupin betur en mörg önnur grísk lið hafa gert á síðustu árum. „Þeir spila ágætlega hraðann leik og fara í hraðaupphlaup og svoleiðis. Í gegnum tíðina þegar þeir voru bestir þá voru þeir að nýta skotklukkuna mikið og voru að spila langar sóknir og það var oft lágt skor í leikjunum. Góðar varnir. Það einkenndi svolítið gríska boltann,“ sagði Jón Arnór en hvað með fjarveru Giannis Antetokounmpo? „Það er öðrvísi dínamík þegar hann er ekki með. Ég held að þeir séu samt ekkert slakari. Þeir eru með mjög snöggann leikstjórnanda, Calathes og þeir eru með góða og hæfileikaríka stráka sem geta klárað í hraðaupphlaupum. Ég er alveg vissum að þeir nýti sér það en grískur körfubolti í gegnum tíðina hefur verið hægari bolti,“ sagði Jón Arnór.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum. 31. ágúst 2017 07:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Þýðir ekkert að vera feiminn KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu. 31. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum. 31. ágúst 2017 07:00
Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00
Þýðir ekkert að vera feiminn KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu. 31. ágúst 2017 08:00