Bjóða embættismönnum upp á fræðslu um höfundarrétt vegna ummæla Áslaugar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 19:30 Myndstef segir að skortur sé á almennri þekkingu á höfundarrétti hér á landi og býður embættismönnum og almenningi að sækja sér fræðslu hjá samtökunum, þeim að kostnaðarlausu. Samtökin harma ummæli formanns allsherjar- og menntamálanefndar, sem óskaði um helgina eftir upplýsingum um hvar hægt væri að nálgast höfundarréttarvarið efni á netinu, án þess að greiða fyrir það.Vissi betur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins, lét téð ummæli falla á Twitter síðu sinni áður en bardagi þeirra Floyds Mayweather og Conors McGregor hófst. Um er að ræða höfundarréttarvarið efni en rétt er að taka fram að Stöð 2 Sport var rétthafi bardagans hér á landi. „Jæja er einhver með stream fyrir mig á bardagann?“ sagði Áslaug á Twitter, en hún hefur nú eytt færslunni og birt afsökunarbeiðni vegna málsins, líkt og greint var frá á Vísi í dag. Málið vakti talsverð athygli enda er það hlutverk allsherjar- og menntamálanefndar að fjalla um mál er varða höfundarrétt og fjölmiðlum. Þá hefur allsherjar- og menntamálanefnd Sjálfstæðisflokksins samþykkt ályktun þess efnis að vernda eigi eignarrétt rafræns efnis og að til þess þurfi að leita leiða til þess að skapa samkeppnishæft umhverfi löglegra efnisveitna. Áslaug Arna hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins.Aðalheiður Dögg segir að auka þurfi fræðslu.vísir/sigurjónÖllum velkomið að sækja sér fræðslu Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs, hvetur bæði embættismenn og almenning að sækja sér fræðslu til Myndstefs um höfundarréttarlög. „Okkur þykir ummælin mjög miður. Það er mjög leiðinlegt sjá embættismann sérstaklega tala svona, hvort sem það er á Twitter eða annars staðar. En okkur þykir ummælin sýna bæði þekkingarleysi og ákveðið viðhorf í samfélaginu gagnvart vörðu efni og notkun á því,“ segir Aðalheiður Dögg. „Vissulega væri betra ef fólk myndi kynna sér málið betur þess vegna viljum við endilega bjóða henni Áslaugu og fleirum upp á kynningar hjá okkur þannig að svona mál komi ekki upp aftur,“ segir Aðalheiður. Tengdar fréttir Áslaug vildi streyma bardaganum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 07:00 Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 12:40 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Myndstef segir að skortur sé á almennri þekkingu á höfundarrétti hér á landi og býður embættismönnum og almenningi að sækja sér fræðslu hjá samtökunum, þeim að kostnaðarlausu. Samtökin harma ummæli formanns allsherjar- og menntamálanefndar, sem óskaði um helgina eftir upplýsingum um hvar hægt væri að nálgast höfundarréttarvarið efni á netinu, án þess að greiða fyrir það.Vissi betur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins, lét téð ummæli falla á Twitter síðu sinni áður en bardagi þeirra Floyds Mayweather og Conors McGregor hófst. Um er að ræða höfundarréttarvarið efni en rétt er að taka fram að Stöð 2 Sport var rétthafi bardagans hér á landi. „Jæja er einhver með stream fyrir mig á bardagann?“ sagði Áslaug á Twitter, en hún hefur nú eytt færslunni og birt afsökunarbeiðni vegna málsins, líkt og greint var frá á Vísi í dag. Málið vakti talsverð athygli enda er það hlutverk allsherjar- og menntamálanefndar að fjalla um mál er varða höfundarrétt og fjölmiðlum. Þá hefur allsherjar- og menntamálanefnd Sjálfstæðisflokksins samþykkt ályktun þess efnis að vernda eigi eignarrétt rafræns efnis og að til þess þurfi að leita leiða til þess að skapa samkeppnishæft umhverfi löglegra efnisveitna. Áslaug Arna hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins.Aðalheiður Dögg segir að auka þurfi fræðslu.vísir/sigurjónÖllum velkomið að sækja sér fræðslu Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs, hvetur bæði embættismenn og almenning að sækja sér fræðslu til Myndstefs um höfundarréttarlög. „Okkur þykir ummælin mjög miður. Það er mjög leiðinlegt sjá embættismann sérstaklega tala svona, hvort sem það er á Twitter eða annars staðar. En okkur þykir ummælin sýna bæði þekkingarleysi og ákveðið viðhorf í samfélaginu gagnvart vörðu efni og notkun á því,“ segir Aðalheiður Dögg. „Vissulega væri betra ef fólk myndi kynna sér málið betur þess vegna viljum við endilega bjóða henni Áslaugu og fleirum upp á kynningar hjá okkur þannig að svona mál komi ekki upp aftur,“ segir Aðalheiður.
Tengdar fréttir Áslaug vildi streyma bardaganum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 07:00 Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 12:40 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Áslaug vildi streyma bardaganum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 07:00
Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 12:40