Sagðist hafa orðið fyrir árás en skar í raun sjálfan sig Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 12:15 Joshua Lee Witt var ekki með vinsæla klippingu nýnasista þegar hann tilkynnti um árásina en var það á prófílmyndinni sem fylgdi vinsælli færslu hans á Facebook. Lögreglan í Sheridan Bandarískur maður sem hélt því fram að hann hefði verið stunginn fyrir að líta út eins og nýnasisti hefur viðurkennt að hafa logið að lögreglunni. Hann reyndist hafa skorið sjálfan sig þegar hann tók nýjan hníf úr umbúðum. Saga Joshua Lee Witt fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla fyrr í þessum mánuði og tóku sumir hægrisinnaðir fjölmiðlar eins og Fox News hana upp. Var hún nefnd sem dæmi um áráshneigðan vinstrisinna sem réðist á hvítt fólk. Facebook-færslu Witt þar sem hann hélt því fram að á hann hefði verið ráðist vegna þess að hann leit út eins og nýnasisti hefur verið dreift tugþúsund sinnum. Hárgreiðsla Witt átti að hafa verið það sem gaf árásarmanninum tilefni til að ætla að hann væri nýnasisti.Vinsælt er hjá nýnasistum og hvítum þjóðernissinnum að hafa rakaðar hliðar. Myndin er frá samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville fyrr í mánuðinum.Vísir/AFPWitt hélt því fram að svartur maður hafi veist að sér á bílastæði við hamborgarastað í Koloradó um miðjan mánuðinn. Árásarmaðurinn hafi spurt hann hvort að hann væri nýnasisti og síðan reynt að stinga hann með hnífi. Witt hafi skorist á hendi þegar hann bar hana fyrir sig. Lýsti Witt árásarmanninum við lögreglu og sagði hann hafa flúið hlaupandi eftir árásina. Lögreglu grunaði hins vegar strax að maðkur væri í mysunni, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Engin önnur vitni voru að árásinni og ekkert kom heldur fram á öryggismyndavélum. Þá sást Witt á upptöku úr öryggismyndavél í verslun festa kaup á hníf.Donald Trump Bandaríkjaforseti kenndi andfasistum um að bera ábyrgð á ofbeldi til jafns við nýnasista og aðra hvíta þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum. Saga Witt var notuð til að styðja mál Trump um ofbeldisfulla vinstrimenn.Vísir/AFPVið aðra yfirheyrslu í síðustu viku viðurkenndi Witt svo að hann hefði logið. Hann hafi í raun skorið sig á hendinni þegar hann var að taka umbúðir utan af hníf sem hann hafði keypt. Witt var handtekinn í kjölfarið. Hann á yfir höfði sér sekt og jafnvel árs fangelsi verði hann fundinn sekur um að gefa lögreglu falska skýrslu. Svo virðist sem að frétt Fox News um árásina sem aldrei var hafi verið tekin niður af vefsíðu miðilisins. Fyrirsögn fréttar Fox hafði verið „Andfasisti stingur saklausan mann vegna „nýnasistahárgreiðslu““. Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sjá meira
Bandarískur maður sem hélt því fram að hann hefði verið stunginn fyrir að líta út eins og nýnasisti hefur viðurkennt að hafa logið að lögreglunni. Hann reyndist hafa skorið sjálfan sig þegar hann tók nýjan hníf úr umbúðum. Saga Joshua Lee Witt fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla fyrr í þessum mánuði og tóku sumir hægrisinnaðir fjölmiðlar eins og Fox News hana upp. Var hún nefnd sem dæmi um áráshneigðan vinstrisinna sem réðist á hvítt fólk. Facebook-færslu Witt þar sem hann hélt því fram að á hann hefði verið ráðist vegna þess að hann leit út eins og nýnasisti hefur verið dreift tugþúsund sinnum. Hárgreiðsla Witt átti að hafa verið það sem gaf árásarmanninum tilefni til að ætla að hann væri nýnasisti.Vinsælt er hjá nýnasistum og hvítum þjóðernissinnum að hafa rakaðar hliðar. Myndin er frá samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville fyrr í mánuðinum.Vísir/AFPWitt hélt því fram að svartur maður hafi veist að sér á bílastæði við hamborgarastað í Koloradó um miðjan mánuðinn. Árásarmaðurinn hafi spurt hann hvort að hann væri nýnasisti og síðan reynt að stinga hann með hnífi. Witt hafi skorist á hendi þegar hann bar hana fyrir sig. Lýsti Witt árásarmanninum við lögreglu og sagði hann hafa flúið hlaupandi eftir árásina. Lögreglu grunaði hins vegar strax að maðkur væri í mysunni, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Engin önnur vitni voru að árásinni og ekkert kom heldur fram á öryggismyndavélum. Þá sást Witt á upptöku úr öryggismyndavél í verslun festa kaup á hníf.Donald Trump Bandaríkjaforseti kenndi andfasistum um að bera ábyrgð á ofbeldi til jafns við nýnasista og aðra hvíta þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum. Saga Witt var notuð til að styðja mál Trump um ofbeldisfulla vinstrimenn.Vísir/AFPVið aðra yfirheyrslu í síðustu viku viðurkenndi Witt svo að hann hefði logið. Hann hafi í raun skorið sig á hendinni þegar hann var að taka umbúðir utan af hníf sem hann hafði keypt. Witt var handtekinn í kjölfarið. Hann á yfir höfði sér sekt og jafnvel árs fangelsi verði hann fundinn sekur um að gefa lögreglu falska skýrslu. Svo virðist sem að frétt Fox News um árásina sem aldrei var hafi verið tekin niður af vefsíðu miðilisins. Fyrirsögn fréttar Fox hafði verið „Andfasisti stingur saklausan mann vegna „nýnasistahárgreiðslu““.
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sjá meira