Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 11:06 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, situr fyrir svörum á nefndarfundi í morgun. vísir/ernir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun leggja það til við Alþingi í haust að ákvæði í almennum hegningarlögum sem snúa að uppreist æru verði alfarið felld úr lögum. Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust.Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér. Samhliða breytingum sem lagðar verða til á almennum hegningarlögum þyrfti þá að leggja til breytingar á fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum. Sagði ráðherra að lagt yrði til að þeim ákvæðum yrði þá breytt á þá leið að skýrt yrði nákvæmlega hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að geta gegnt þessum ákveðnu störfum og embættum, til að mynda að viðkomandi mætti ekki hafa hlotið refsidóma fyrir ákveðið mörgum árum. Vélrænt verklag og sum mál legið þungt á ráðherrum Verklag og reglur er varða veitingu uppreistar æru hefur verið mikið gagnrýnt undanfarið, ekki síst eftir að mál Roberts Downey komst í hámæli fyrr í sumar en hann hlaut uppreist æru í september í fyrra og í júní staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hann gæti fengið lögmannsréttindi á ný. Robert Downey hlaut árið 2008 þriggja ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Sigríður lýsti því verklagi sem snýr að veitingu uppreistar æru sem vélrænu og sagði að það væri ekki góð þróun á stjórnsýslu að ráðherra á hverjum tíma sé settur í það á hverjum tíma að afgreiða svona mál vélrænt og bera ábyrgð á þeim. Þá hefði borið á því að það væri ekki léttbært fyrir ráðherra að taka ákvörðun um uppreist æru í tilteknum málum, og þá sérstaklega þeim sem sneru að alvarlegustu brotunum. Því hefði verið margsinnis skoðað ítarlega hvort hendur ráðherra væru bundnar af þeirr stjórnsýsluhefð sem myndast hefur við afgreiðslu málanna og lýtur stjórnsýslurétti í víðum skilningi. Niðurstaðan hefði alltaf verið sú að ráðherra væri bundinn af þessu og að honum væri ekki heimilt að teknu tilliti til stjórnsýsluréttar að undanskilja ákveðna brotaflokka eða byggja afgreiðslu mála á persónulegu mati sínu. Uppreist æru Tengdar fréttir Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. 30. ágúst 2017 08:45 Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun leggja það til við Alþingi í haust að ákvæði í almennum hegningarlögum sem snúa að uppreist æru verði alfarið felld úr lögum. Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust.Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér. Samhliða breytingum sem lagðar verða til á almennum hegningarlögum þyrfti þá að leggja til breytingar á fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum. Sagði ráðherra að lagt yrði til að þeim ákvæðum yrði þá breytt á þá leið að skýrt yrði nákvæmlega hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að geta gegnt þessum ákveðnu störfum og embættum, til að mynda að viðkomandi mætti ekki hafa hlotið refsidóma fyrir ákveðið mörgum árum. Vélrænt verklag og sum mál legið þungt á ráðherrum Verklag og reglur er varða veitingu uppreistar æru hefur verið mikið gagnrýnt undanfarið, ekki síst eftir að mál Roberts Downey komst í hámæli fyrr í sumar en hann hlaut uppreist æru í september í fyrra og í júní staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hann gæti fengið lögmannsréttindi á ný. Robert Downey hlaut árið 2008 þriggja ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Sigríður lýsti því verklagi sem snýr að veitingu uppreistar æru sem vélrænu og sagði að það væri ekki góð þróun á stjórnsýslu að ráðherra á hverjum tíma sé settur í það á hverjum tíma að afgreiða svona mál vélrænt og bera ábyrgð á þeim. Þá hefði borið á því að það væri ekki léttbært fyrir ráðherra að taka ákvörðun um uppreist æru í tilteknum málum, og þá sérstaklega þeim sem sneru að alvarlegustu brotunum. Því hefði verið margsinnis skoðað ítarlega hvort hendur ráðherra væru bundnar af þeirr stjórnsýsluhefð sem myndast hefur við afgreiðslu málanna og lýtur stjórnsýslurétti í víðum skilningi. Niðurstaðan hefði alltaf verið sú að ráðherra væri bundinn af þessu og að honum væri ekki heimilt að teknu tilliti til stjórnsýsluréttar að undanskilja ákveðna brotaflokka eða byggja afgreiðslu mála á persónulegu mati sínu.
Uppreist æru Tengdar fréttir Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. 30. ágúst 2017 08:45 Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Sjá meira
Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. 30. ágúst 2017 08:45
Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54
Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00