Viðskipti innlent

Biðu hvergi lengur en í Keflavík

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Farþegar á leið til Glasgow hefðu betur komið sér vel fyrir í flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Farþegar á leið til Glasgow hefðu betur komið sér vel fyrir í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/GVA
Hvergi þurftu breskir flugfarþegar að bíða lengur að jafnaði en þeir sem hugðust fljúga frá Keflavík til Glasgow síðastliðin tvö ár.

Þetta eru niðurstöður gagnateymis breska ríkisútvarpsins sem lagðist yfir tölur frá flugmálayfirvöldum þar í landi. Gögnin tóku til allra flugferða til og frá Bretlandi yfir sumarmánuðina 2015 og 2016 og var markmiðið að greina hvar yrðu oftast tafir á flugferðum.

Niðurstöðurnar gefa til kynna að flugi frá Fimicino-flugvellinum í Róm hafi oftast seinkað á tímabilinu sem um ræðir. Flug frá Feneyjum, Nice og Barcelona röðuðu sér í sætin þar á eftir. Á heildina litið seinkaði flugi á sex flugvöllum, af þeim 50 völlum sem oftast er flogið frá til Bretlands, að jafnaði um 25 mínútur.

Farþegar þurftu þó hvergi að bíða lengur að jafnaði en á Íslandi. Þegar flugi frá Keflavík til Glasgow í Skotlandi seinkaði þá var það að meðaltali um 55 mínútur.

Í öðru sæti kom seinkun á flugi frá Malaga til Heathrow, sem að jafnaði varði í 54 mínútur og í þriðja sæti var 53 mínútna meðaltalsseinkun á flugi frá Kingston á Jamaíku til Gatwick-flugvallar.

Betur má glöggva sig á niðurstöðum gagnateymisins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×