Pavel: Verður geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 09:30 Pavel Ermolinskij á æfingu íslenska liðsins út í Helsinki. Vísir/ÓskarÓ Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan „bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. „Nú er loksins komið að þessu. Þetta er búið að vera langt sumar, margar æfingar og löng ferðalög. Núna er maður kominn í alvöruna og finnur fyrir spennunni sem maður fann fyrir síðast. Þetta er bara geggjað. Tilhlökkunin er mikil og maður bíður eftir fyrsta leiknum. Við tókum góða æfingu í dag og núna hefst niðurtalningin,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Arnar Björnsson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Pavel var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Arnar fékk hann til að rifja upp ævintýrið frá í Berlín fyrir tveimur árum og spurði hann hvort stemningin núna væri svipuð? „Jú vissulega en við erum komnir með meiri reynslu. Menn eru farnir að haga sér eins og þeir eigi heima í keppninni. Það er gott hugarfar sem vantaði kannski síðast. Þá vorum við kannski fullpeppaðir og adrenalínið full mikið. Núna erum við kannski rólegri því við vitum út í hvað við erum að fara. Á sama tíma erum við meðvitaðir um að þessi geðveiki þarf að vera til staðar. Ef við náum að samtvinna þessa hluti þá erum við til alls líklegir,“ sagði Pavel. Íslenskir stuðningsmenn fjölmenna nú til Helsinki til að styðja á bak við íslenska liðinu. Liðið fær því örugglega mikinn stuðning frá íslenskum áhorfendum og það hlýtur að gefa ykkur mikinn kraft? „Ég held að það verði geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið. Eins og þetta var síðast þá þekkti maður hvert andlit í stúkunni. Það var mjög heimilslegt. Hinar þjóðirnar hafa þetta ekki. Vinir, fjölskyldur og allir sem maður þekkir eru á staðnum. Þetta verða því mjög persónulegir leikir fyrir okkur. Það á eftir að drífa okkur áfram að gefast aldrei upp hvernig sem staðan er“, sagði Pavel Ermolinskij. Hann líkt og aðrir leikmenn liðsins bíða því spenntir eftir fyrsta leiknum gegn Grikkjum á morgun. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Sjá meira
Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan „bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. „Nú er loksins komið að þessu. Þetta er búið að vera langt sumar, margar æfingar og löng ferðalög. Núna er maður kominn í alvöruna og finnur fyrir spennunni sem maður fann fyrir síðast. Þetta er bara geggjað. Tilhlökkunin er mikil og maður bíður eftir fyrsta leiknum. Við tókum góða æfingu í dag og núna hefst niðurtalningin,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Arnar Björnsson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Pavel var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Arnar fékk hann til að rifja upp ævintýrið frá í Berlín fyrir tveimur árum og spurði hann hvort stemningin núna væri svipuð? „Jú vissulega en við erum komnir með meiri reynslu. Menn eru farnir að haga sér eins og þeir eigi heima í keppninni. Það er gott hugarfar sem vantaði kannski síðast. Þá vorum við kannski fullpeppaðir og adrenalínið full mikið. Núna erum við kannski rólegri því við vitum út í hvað við erum að fara. Á sama tíma erum við meðvitaðir um að þessi geðveiki þarf að vera til staðar. Ef við náum að samtvinna þessa hluti þá erum við til alls líklegir,“ sagði Pavel. Íslenskir stuðningsmenn fjölmenna nú til Helsinki til að styðja á bak við íslenska liðinu. Liðið fær því örugglega mikinn stuðning frá íslenskum áhorfendum og það hlýtur að gefa ykkur mikinn kraft? „Ég held að það verði geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið. Eins og þetta var síðast þá þekkti maður hvert andlit í stúkunni. Það var mjög heimilslegt. Hinar þjóðirnar hafa þetta ekki. Vinir, fjölskyldur og allir sem maður þekkir eru á staðnum. Þetta verða því mjög persónulegir leikir fyrir okkur. Það á eftir að drífa okkur áfram að gefast aldrei upp hvernig sem staðan er“, sagði Pavel Ermolinskij. Hann líkt og aðrir leikmenn liðsins bíða því spenntir eftir fyrsta leiknum gegn Grikkjum á morgun.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Sjá meira