Agnes hlyti í dag fjórtán ára dóm fyrir morðið á Natan Aðalheiður Ámundadóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2017 19:09 Lögfræðingafélagið stóð fyrir endurupptöku á morðmáli frá 1830. Vísir/Aðalheiður Ámundadóttir Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár.Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirLögfræðingafélag Íslands blés í dag til sýndarréttarhalda í máli Agnesar Magnúsdóttur, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. „Gjörningurinn“ var framinn í félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan fjögur. Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, var viðstödd réttarhöldin og greindi frá gangi mála. Agnes og Friðrik voru, eins og frægt er orðið, tekin af lífi árið 1830 við Þrístapa í Vatnsdalshólum fyrir að hafa ráðið Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni bana. Þetta voru jafnframt síðustu aftökurnar sem framkvæmdar voru á Íslandi. Dæmt var í málinu með réttarfari nútímans. Skipaðir dómarar voru Davíð Þór Björgvinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Kolbrún Sævarsdóttir.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson lásu vitnisburði Agnesar og Friðriks.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirSigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru á hendur Friðriki Sigurðssyni, Agnesi Magnúsdóttur og Sigríði Guðmundsdóttur fyrir morð, brennu og þjófnað. Ákæruvaldið krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Friðriki og Sigríði og sextán ára fangelsisdóms yfir Agnesi. Guðrún Sesselja, verjandi kvennanna, fór fram á lægstu mögulegu refsingu en hún byggði vörnina á því að konurnar hafi búið við heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi af hendi Natans. Þá hafi aðstöðumunur verið gífurlegur þar sem þær hafi verið lágt settar vinnukonur. Guðrún Sesselja vísaði í fjölmörg dómafordæmi þar sem slíkar aðstæður hafi leitt til refsilækkunar.Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður byggði vörnina á því að konurnar hafi verið hræddar um líf sitt.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirAgnes, Friðrik og Sigríður voru öll sýknuð af brennu en sakfelld í öðrum ákæruliðum. Sem fyrr segir hlaut Friðrik sjö ára fangelsisdóm fyrir tvöfalt morð og þjófnað. Ódæðið var kallað „níðingsverk“ og var það jafnframt þaulskipulagt. Vegna ungs aldurs og skýlausrar játningar yrði fangelsisdómurinn aðeins sjö ár. Dómsvaldið komst að þeirri niðurstöðu að dæma Agnesi í fjórtán ára fangelsi og Sigríði í fimm ára fangelsi. Natan beitti konurnar miklu ofbeldi og var það til þess að dómurinn yfir konunum var mildaður. Tengdar fréttir Baráttukonan Agnes Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar. 9. september 2017 12:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár.Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirLögfræðingafélag Íslands blés í dag til sýndarréttarhalda í máli Agnesar Magnúsdóttur, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. „Gjörningurinn“ var framinn í félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan fjögur. Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, var viðstödd réttarhöldin og greindi frá gangi mála. Agnes og Friðrik voru, eins og frægt er orðið, tekin af lífi árið 1830 við Þrístapa í Vatnsdalshólum fyrir að hafa ráðið Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni bana. Þetta voru jafnframt síðustu aftökurnar sem framkvæmdar voru á Íslandi. Dæmt var í málinu með réttarfari nútímans. Skipaðir dómarar voru Davíð Þór Björgvinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Kolbrún Sævarsdóttir.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson lásu vitnisburði Agnesar og Friðriks.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirSigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, gaf út ákæru á hendur Friðriki Sigurðssyni, Agnesi Magnúsdóttur og Sigríði Guðmundsdóttur fyrir morð, brennu og þjófnað. Ákæruvaldið krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Friðriki og Sigríði og sextán ára fangelsisdóms yfir Agnesi. Guðrún Sesselja, verjandi kvennanna, fór fram á lægstu mögulegu refsingu en hún byggði vörnina á því að konurnar hafi búið við heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi af hendi Natans. Þá hafi aðstöðumunur verið gífurlegur þar sem þær hafi verið lágt settar vinnukonur. Guðrún Sesselja vísaði í fjölmörg dómafordæmi þar sem slíkar aðstæður hafi leitt til refsilækkunar.Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður byggði vörnina á því að konurnar hafi verið hræddar um líf sitt.Vísir/Aðalheiður ÁmundadóttirAgnes, Friðrik og Sigríður voru öll sýknuð af brennu en sakfelld í öðrum ákæruliðum. Sem fyrr segir hlaut Friðrik sjö ára fangelsisdóm fyrir tvöfalt morð og þjófnað. Ódæðið var kallað „níðingsverk“ og var það jafnframt þaulskipulagt. Vegna ungs aldurs og skýlausrar játningar yrði fangelsisdómurinn aðeins sjö ár. Dómsvaldið komst að þeirri niðurstöðu að dæma Agnesi í fjórtán ára fangelsi og Sigríði í fimm ára fangelsi. Natan beitti konurnar miklu ofbeldi og var það til þess að dómurinn yfir konunum var mildaður.
Tengdar fréttir Baráttukonan Agnes Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar. 9. september 2017 12:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Baráttukonan Agnes Hvað gerir manneskja sem getur ekki flúið kvalara sinn? Í réttarhöldum sem fara fram í dag á Hvammstanga verður réttað á ný í máli Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar sem voru hálshöggvin árið 1830. Langvarandi ofbeldi var undirrótin, segir verjandi Agnesar. 9. september 2017 12:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent