Kaupmenn of lengi að taka við sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2017 19:30 Þrátt fyrir mikinn uppgang hefur íslensk netverslun þróast mun hægar en annars staðar á Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Neytendur leiti þar af leiðandi frekar í erlenda netverslun, sem sé ákveðið áhyggjuefni. Bylting hefur átt sér stað í verslun víða um heim, og nýta neytendur sér internetið í sífellt meiri mæli. Kauphegðun aldamótakynslóðarinnar svokölluðu hefur til að mynda valdið straumhvörfum á smásölumarkaði og virðast fáar verslanir ná fótfestu nema þær bjóði upp á þjónustu í gegnum internetið.Fyrsta lágvöruverslunin á netið Fjölmargar nýjungar eru farnar að sjást í íslenskri netverslun. Til að mynda eru fyrirtæki farin að bjóða upp á heimsendingar með dróna, og þá var fyrsta íslenska lágvöruverslun á netinu opnuð á dögunum, en það er Nettó sem opnaði slíka netverslun. Kaupmenn hafa hins vegar verið of lengi að taka við sér, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það er ákveðið áhyggjuefni. Við höfum svo sem bent á það og haft áhyggjur af því að íslensk verslun hafi ekki verið eins dugleg að tileinka sér þessa nýju aðferð og verslanir í nágrannalöndum okkar. Við sjáum það á samanburðartölum að netverslun til dæmis á Norðurlöndum er komin mun lengra,“ segir Andrés.Netverslunin nauðsynleg Hann segir að kaupmenn verði að svara kalli neytenda, því að öðrum kosti leiti þeir annað. „Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti er sextíu prósenta aukning í sendingum frá Kína, eingöngu frá fyrstu sex mánuðum ársins 2016 til fyrstu sex mánaða 2017.“ Andrés spáir ógnarhröðum breytingum á næstu misserum, sem verslunareigendur þurfi að fylgja. „Það er bara hægt að orða það þannig að ef þús em verslun ertu ekki að bjóða upp á netverslun – þá ertu bara ekkert með.“ Tengdar fréttir Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni AHA hefur opnað fyrir sendingarþjónustu með aðstoð dróna í Reykjavík. 23. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Þrátt fyrir mikinn uppgang hefur íslensk netverslun þróast mun hægar en annars staðar á Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Neytendur leiti þar af leiðandi frekar í erlenda netverslun, sem sé ákveðið áhyggjuefni. Bylting hefur átt sér stað í verslun víða um heim, og nýta neytendur sér internetið í sífellt meiri mæli. Kauphegðun aldamótakynslóðarinnar svokölluðu hefur til að mynda valdið straumhvörfum á smásölumarkaði og virðast fáar verslanir ná fótfestu nema þær bjóði upp á þjónustu í gegnum internetið.Fyrsta lágvöruverslunin á netið Fjölmargar nýjungar eru farnar að sjást í íslenskri netverslun. Til að mynda eru fyrirtæki farin að bjóða upp á heimsendingar með dróna, og þá var fyrsta íslenska lágvöruverslun á netinu opnuð á dögunum, en það er Nettó sem opnaði slíka netverslun. Kaupmenn hafa hins vegar verið of lengi að taka við sér, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það er ákveðið áhyggjuefni. Við höfum svo sem bent á það og haft áhyggjur af því að íslensk verslun hafi ekki verið eins dugleg að tileinka sér þessa nýju aðferð og verslanir í nágrannalöndum okkar. Við sjáum það á samanburðartölum að netverslun til dæmis á Norðurlöndum er komin mun lengra,“ segir Andrés.Netverslunin nauðsynleg Hann segir að kaupmenn verði að svara kalli neytenda, því að öðrum kosti leiti þeir annað. „Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti er sextíu prósenta aukning í sendingum frá Kína, eingöngu frá fyrstu sex mánuðum ársins 2016 til fyrstu sex mánaða 2017.“ Andrés spáir ógnarhröðum breytingum á næstu misserum, sem verslunareigendur þurfi að fylgja. „Það er bara hægt að orða það þannig að ef þús em verslun ertu ekki að bjóða upp á netverslun – þá ertu bara ekkert með.“
Tengdar fréttir Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni AHA hefur opnað fyrir sendingarþjónustu með aðstoð dróna í Reykjavík. 23. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni AHA hefur opnað fyrir sendingarþjónustu með aðstoð dróna í Reykjavík. 23. ágúst 2017 14:15