Kaupmenn of lengi að taka við sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2017 19:30 Þrátt fyrir mikinn uppgang hefur íslensk netverslun þróast mun hægar en annars staðar á Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Neytendur leiti þar af leiðandi frekar í erlenda netverslun, sem sé ákveðið áhyggjuefni. Bylting hefur átt sér stað í verslun víða um heim, og nýta neytendur sér internetið í sífellt meiri mæli. Kauphegðun aldamótakynslóðarinnar svokölluðu hefur til að mynda valdið straumhvörfum á smásölumarkaði og virðast fáar verslanir ná fótfestu nema þær bjóði upp á þjónustu í gegnum internetið.Fyrsta lágvöruverslunin á netið Fjölmargar nýjungar eru farnar að sjást í íslenskri netverslun. Til að mynda eru fyrirtæki farin að bjóða upp á heimsendingar með dróna, og þá var fyrsta íslenska lágvöruverslun á netinu opnuð á dögunum, en það er Nettó sem opnaði slíka netverslun. Kaupmenn hafa hins vegar verið of lengi að taka við sér, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það er ákveðið áhyggjuefni. Við höfum svo sem bent á það og haft áhyggjur af því að íslensk verslun hafi ekki verið eins dugleg að tileinka sér þessa nýju aðferð og verslanir í nágrannalöndum okkar. Við sjáum það á samanburðartölum að netverslun til dæmis á Norðurlöndum er komin mun lengra,“ segir Andrés.Netverslunin nauðsynleg Hann segir að kaupmenn verði að svara kalli neytenda, því að öðrum kosti leiti þeir annað. „Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti er sextíu prósenta aukning í sendingum frá Kína, eingöngu frá fyrstu sex mánuðum ársins 2016 til fyrstu sex mánaða 2017.“ Andrés spáir ógnarhröðum breytingum á næstu misserum, sem verslunareigendur þurfi að fylgja. „Það er bara hægt að orða það þannig að ef þús em verslun ertu ekki að bjóða upp á netverslun – þá ertu bara ekkert með.“ Tengdar fréttir Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni AHA hefur opnað fyrir sendingarþjónustu með aðstoð dróna í Reykjavík. 23. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Þrátt fyrir mikinn uppgang hefur íslensk netverslun þróast mun hægar en annars staðar á Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Neytendur leiti þar af leiðandi frekar í erlenda netverslun, sem sé ákveðið áhyggjuefni. Bylting hefur átt sér stað í verslun víða um heim, og nýta neytendur sér internetið í sífellt meiri mæli. Kauphegðun aldamótakynslóðarinnar svokölluðu hefur til að mynda valdið straumhvörfum á smásölumarkaði og virðast fáar verslanir ná fótfestu nema þær bjóði upp á þjónustu í gegnum internetið.Fyrsta lágvöruverslunin á netið Fjölmargar nýjungar eru farnar að sjást í íslenskri netverslun. Til að mynda eru fyrirtæki farin að bjóða upp á heimsendingar með dróna, og þá var fyrsta íslenska lágvöruverslun á netinu opnuð á dögunum, en það er Nettó sem opnaði slíka netverslun. Kaupmenn hafa hins vegar verið of lengi að taka við sér, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það er ákveðið áhyggjuefni. Við höfum svo sem bent á það og haft áhyggjur af því að íslensk verslun hafi ekki verið eins dugleg að tileinka sér þessa nýju aðferð og verslanir í nágrannalöndum okkar. Við sjáum það á samanburðartölum að netverslun til dæmis á Norðurlöndum er komin mun lengra,“ segir Andrés.Netverslunin nauðsynleg Hann segir að kaupmenn verði að svara kalli neytenda, því að öðrum kosti leiti þeir annað. „Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti er sextíu prósenta aukning í sendingum frá Kína, eingöngu frá fyrstu sex mánuðum ársins 2016 til fyrstu sex mánaða 2017.“ Andrés spáir ógnarhröðum breytingum á næstu misserum, sem verslunareigendur þurfi að fylgja. „Það er bara hægt að orða það þannig að ef þús em verslun ertu ekki að bjóða upp á netverslun – þá ertu bara ekkert með.“
Tengdar fréttir Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni AHA hefur opnað fyrir sendingarþjónustu með aðstoð dróna í Reykjavík. 23. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni AHA hefur opnað fyrir sendingarþjónustu með aðstoð dróna í Reykjavík. 23. ágúst 2017 14:15