Misskilningur ástæða þess að auglýsingarnar fengu að rísa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2017 20:00 Skerpa þarf á verkferlum er varða útgáfu auglýsingaleyfa á borgarlandi, segir varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Misskilningur hafi valdið því að tvær umdeildar auglýsingar hafi fengið að rísa.Umbúðirnar hafa verið að finnast á víð og dreif.vísir/ófeigur sigurðssonAnnars vegar er um að ræða gríðarstóran innkaupapoka sem verslunarrisinn H&M kom fyrir á Lækjartorgi, og nú síðast málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar, og hefur að geyma Kellogg‘s orkustykki frá Nóa Siríus. Þar eru göngumenn hvattir til þess að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum þar sem það gæti átt möguleika á verðlaunum, en fólk hefur lýst yfir áhyggjum vegna umbúðanna sem finnast nú á víð og dreif í Esjuhlíðum. Kassinn var settur upp í lok ágúst, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að borgin hafi farið fram á að hann yrði fjarlægður, því leyfin séu ekki fyrir hendi. Forsvarsmenn Nóa Siríusar fullyrða í samtali við fréttastofu að leyfin hafi verið til staðar, og segjast furða sig á viðbrögðum borgaryfirvalda. Þeir muni hins vegar fjarlægja kassann í síðasta lagi á morgun.Engir eftirmálar Magnea Þóra Guðmundsdóttir, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segist ekki gera ráð fyrir að einhverjir eftirmálar verði. Hún segir að reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga ekki tæmandi, enda geti auglýsingarnar verið eins fjölbreyttar og þær séu margar. Þar af leiðandi geti misskilningur átt sér stað.Kassinn hefur að geyma orkustangir frá Kelloggs's en um er að ræða hluta af auglýsingaherferð Nóa Siríusar.„Aðili hjá borginni hélt að verið væri að afhenda einhverjar súkkulaðistangir en svo hefur hefur komið í ljós að það er bara kassi sem stendur á Esjunni og það hefur ekkert leyfi verið gefið fyrir því,“ segir Magnea. Sömuleiðis hafi misskilningur átt sér stað í tilfelli H&M pokans. „Það var gefið leyfi fyrir þeirri auglýsingu, en enn og aftur, það hefur orðið einhver misskilningur. Í því tilfelli hélt starfsmaðurinn sem gefur leyfisveitingar að hann væri að gefa leyfi á að auglýsa einhvern viðburð. Ég veit ekki hvort það útskýri eitthvað að starfsmaðurinn var á leið í sumarleyfi, en það hefur greinilega vantað upp á einhverjar upplýsingar hvers eðlis auglýsingin var.“ Hún segir verkferla í sífelldri endurskoðun. „Kannski eru það bara þessir ferlar sem þarf að skerpa á til að passa það að svona misskilningur verði ekki aftur,“ segir Magnea.H&M innkaupapokanum var komið fyrir á Lækjartorgi, en færður á bílaplan Smáralindar í kjölfarið.vísir/vilhelm Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Nói Síríus hefur komið fyrir kassa fullum af Kellogg's orkustykkjum í hlíðum Esjunnar. Reykjavíkurborg segir að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir kassanum sem er hluti af auglýsingarherferð. Kvartað undan sóðaskap af umbúðunum. 8. september 2017 06:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Skerpa þarf á verkferlum er varða útgáfu auglýsingaleyfa á borgarlandi, segir varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Misskilningur hafi valdið því að tvær umdeildar auglýsingar hafi fengið að rísa.Umbúðirnar hafa verið að finnast á víð og dreif.vísir/ófeigur sigurðssonAnnars vegar er um að ræða gríðarstóran innkaupapoka sem verslunarrisinn H&M kom fyrir á Lækjartorgi, og nú síðast málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar, og hefur að geyma Kellogg‘s orkustykki frá Nóa Siríus. Þar eru göngumenn hvattir til þess að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum þar sem það gæti átt möguleika á verðlaunum, en fólk hefur lýst yfir áhyggjum vegna umbúðanna sem finnast nú á víð og dreif í Esjuhlíðum. Kassinn var settur upp í lok ágúst, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að borgin hafi farið fram á að hann yrði fjarlægður, því leyfin séu ekki fyrir hendi. Forsvarsmenn Nóa Siríusar fullyrða í samtali við fréttastofu að leyfin hafi verið til staðar, og segjast furða sig á viðbrögðum borgaryfirvalda. Þeir muni hins vegar fjarlægja kassann í síðasta lagi á morgun.Engir eftirmálar Magnea Þóra Guðmundsdóttir, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segist ekki gera ráð fyrir að einhverjir eftirmálar verði. Hún segir að reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga ekki tæmandi, enda geti auglýsingarnar verið eins fjölbreyttar og þær séu margar. Þar af leiðandi geti misskilningur átt sér stað.Kassinn hefur að geyma orkustangir frá Kelloggs's en um er að ræða hluta af auglýsingaherferð Nóa Siríusar.„Aðili hjá borginni hélt að verið væri að afhenda einhverjar súkkulaðistangir en svo hefur hefur komið í ljós að það er bara kassi sem stendur á Esjunni og það hefur ekkert leyfi verið gefið fyrir því,“ segir Magnea. Sömuleiðis hafi misskilningur átt sér stað í tilfelli H&M pokans. „Það var gefið leyfi fyrir þeirri auglýsingu, en enn og aftur, það hefur orðið einhver misskilningur. Í því tilfelli hélt starfsmaðurinn sem gefur leyfisveitingar að hann væri að gefa leyfi á að auglýsa einhvern viðburð. Ég veit ekki hvort það útskýri eitthvað að starfsmaðurinn var á leið í sumarleyfi, en það hefur greinilega vantað upp á einhverjar upplýsingar hvers eðlis auglýsingin var.“ Hún segir verkferla í sífelldri endurskoðun. „Kannski eru það bara þessir ferlar sem þarf að skerpa á til að passa það að svona misskilningur verði ekki aftur,“ segir Magnea.H&M innkaupapokanum var komið fyrir á Lækjartorgi, en færður á bílaplan Smáralindar í kjölfarið.vísir/vilhelm
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Nói Síríus hefur komið fyrir kassa fullum af Kellogg's orkustykkjum í hlíðum Esjunnar. Reykjavíkurborg segir að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir kassanum sem er hluti af auglýsingarherferð. Kvartað undan sóðaskap af umbúðunum. 8. september 2017 06:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Nói Síríus hefur komið fyrir kassa fullum af Kellogg's orkustykkjum í hlíðum Esjunnar. Reykjavíkurborg segir að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir kassanum sem er hluti af auglýsingarherferð. Kvartað undan sóðaskap af umbúðunum. 8. september 2017 06:00