Upp úr martröð eins manns Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. september 2017 07:00 Háværar kröfur um að rífa niður styttur heyrast nú víða um heim. Er það í kjölfar átakanna í Charlottesville sem brutust út þegar hópur þjóðernissinna og nýnasista kom saman til að mótmæla áformum um að fjarlægja umdeilda styttu af herforingja sem leiddi Suðurríkin í þrælastríðinu á nítjándu öld. Umræður hafa spunnist um hvort ástæða sé til að við Íslendingar tökum einnig til í styttusafni okkar. Mörgum finnst Kristján IX mega fjúka. Aðrir nefna Ingólf Arnarson – hann var jú ekki aðeins þrælahaldari heldur þrælabani. Stétt pistlahöfunda er stundum sökuð um neikvæðni; um að benda á vandamál en leggja aldrei til lausnir. Í dag hyggst ég bregða út af vananum. Í stað þess að stunda niðurrif ætla ég að leggja til uppbyggingu.Drunur í iðrunum Þegar ég var unglingur var ég í kór. Einn veturinn var kórnum falið að flytja þungt og mikið verk, kantötuna Þjóðhvöt eftir Jón Leifs, á tónleikum ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á tónleikadaginn var eftirvæntingin mikil. Það var ekki á hverjum degi sem færi gafst á að starfa með hæfustu tónlistarmönnum landsins. Full kvíðablandinnar tilhlökkunar gleypti ég í mig hangikjöt og uppstúf sem móðir mín hafði útbúið í kvöldmatinn, brá mér í kórbúninginn og hentist vestur í Háskólabíó sem þá var athvarf Sinfóníunnar. Ósagt skal látið hvort um hafi verið að kenna tormeltri ómstríðu tónlistarinnar eða ákafri hugarfró að vel heppnuðum tónleikum loknum, en þegar hvellt lófatakið dundi við upphófust í iðrum mér drunur sem skákað hefðu getað þungum barningi nýþagnaðs slagverks hljómsveitarinnar. Felmtri slegin gerði ég mér grein fyrir hvað var í uppsiglingu. Uppákoma sem hafði burði til að draga að mér athygli alls Háskólabíós stóð mér skýrt fyrir hugskotssjónum. Svitaperlur spruttu fram á enni mér í heitu skini ljóskastaranna þar sem ég barðist við hið óhjákvæmilega. Loks fengu tónlistarmennirnir bendingu um að stíga af sviðinu. Von vaknaði í brjósti mér um að kannski næði ég að þrauka. Meðan kórinn fikraði sig áfram í yfirvegaðri halarófu svall ólgan innra með mér. Ég hafði ekki fyrr horfið áhorfendum sjónum en ég tók á sprett. En ég komst ekki langt. Í myrku horni, baksviðs, á mínum fyrstu Sinfóníutónleikum setti ég mark mitt á vistarverur hljómsveitarinnar þegar kvöldverðurinn sem innbyrtur hafði verið nokkrum klukkustundum fyrr sneri aftur sömu leið og hann hafði farið niður. Ummerkin urðu ekki langvarandi á gólfi Háskólabíós. En áhrifin á brothætt stolt unglingsins urðu þeim mun langvinnari. Æ síðan hafa tilfinningar mínar í garð hangikjöts og Jóns Leifs verið blendnar.Á níunda degi fannst lík Ég er ekki ein um að eiga í tvíbentu sambandi við Jón Leifs. Sumir telja hann hafa verið stórhuga snilling, aðrir léttvægan sérvitring. Sumir telja hann hafa verið ósérhlífinn brautryðjanda, aðrir óskammfeilinn eiginhagsmunasegg. Í ár eru hins vegar sjötíu ár síðan atburður átti sér stað sem veldur því að Jón Leifs á skilið að af honum verði reist stytta. Jón Leifs sat yfir tónsmíðum óvenjukaldan júlímorgun í Reykjavík árið 1947 þegar honum barst símskeyti: „Kæri, Líf týnd síðan í gær á sundspretti.“ Líf, sautján ára dóttir Jóns, sem var við fiðlunám í strandbæ í Svíþjóð hóf hvern dag sundsprett í sjónum. En þennan dag hafði hún aldrei snúið aftur. Leitað var í sjónum með netum við kletta og sker, úr vélbátum, togurum og flugvélum. Á níunda degi fannst lík. Líf var grafin í Fossvogskirkjugarði. Jón tókst á við dótturmissinn með tónsmíðum. Útkoman var eitt fallegasta verk sem íslenskt tónskáld hefur samið. Requiem. Fúlmenni eða snillingur. Fallegasta tónverk Íslandssögunnar er sjötíu ára. Sjaldan hefur jafn látlaus fegurð sprottið upp úr martröð eins manns. Ég skora á hvern þann sem efast um tilkall Jóns Leifs til styttu að hlusta á verkið. Segið svo að pistlahöfundar beini ekki athygli að því fallega í tilverunni. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Háværar kröfur um að rífa niður styttur heyrast nú víða um heim. Er það í kjölfar átakanna í Charlottesville sem brutust út þegar hópur þjóðernissinna og nýnasista kom saman til að mótmæla áformum um að fjarlægja umdeilda styttu af herforingja sem leiddi Suðurríkin í þrælastríðinu á nítjándu öld. Umræður hafa spunnist um hvort ástæða sé til að við Íslendingar tökum einnig til í styttusafni okkar. Mörgum finnst Kristján IX mega fjúka. Aðrir nefna Ingólf Arnarson – hann var jú ekki aðeins þrælahaldari heldur þrælabani. Stétt pistlahöfunda er stundum sökuð um neikvæðni; um að benda á vandamál en leggja aldrei til lausnir. Í dag hyggst ég bregða út af vananum. Í stað þess að stunda niðurrif ætla ég að leggja til uppbyggingu.Drunur í iðrunum Þegar ég var unglingur var ég í kór. Einn veturinn var kórnum falið að flytja þungt og mikið verk, kantötuna Þjóðhvöt eftir Jón Leifs, á tónleikum ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á tónleikadaginn var eftirvæntingin mikil. Það var ekki á hverjum degi sem færi gafst á að starfa með hæfustu tónlistarmönnum landsins. Full kvíðablandinnar tilhlökkunar gleypti ég í mig hangikjöt og uppstúf sem móðir mín hafði útbúið í kvöldmatinn, brá mér í kórbúninginn og hentist vestur í Háskólabíó sem þá var athvarf Sinfóníunnar. Ósagt skal látið hvort um hafi verið að kenna tormeltri ómstríðu tónlistarinnar eða ákafri hugarfró að vel heppnuðum tónleikum loknum, en þegar hvellt lófatakið dundi við upphófust í iðrum mér drunur sem skákað hefðu getað þungum barningi nýþagnaðs slagverks hljómsveitarinnar. Felmtri slegin gerði ég mér grein fyrir hvað var í uppsiglingu. Uppákoma sem hafði burði til að draga að mér athygli alls Háskólabíós stóð mér skýrt fyrir hugskotssjónum. Svitaperlur spruttu fram á enni mér í heitu skini ljóskastaranna þar sem ég barðist við hið óhjákvæmilega. Loks fengu tónlistarmennirnir bendingu um að stíga af sviðinu. Von vaknaði í brjósti mér um að kannski næði ég að þrauka. Meðan kórinn fikraði sig áfram í yfirvegaðri halarófu svall ólgan innra með mér. Ég hafði ekki fyrr horfið áhorfendum sjónum en ég tók á sprett. En ég komst ekki langt. Í myrku horni, baksviðs, á mínum fyrstu Sinfóníutónleikum setti ég mark mitt á vistarverur hljómsveitarinnar þegar kvöldverðurinn sem innbyrtur hafði verið nokkrum klukkustundum fyrr sneri aftur sömu leið og hann hafði farið niður. Ummerkin urðu ekki langvarandi á gólfi Háskólabíós. En áhrifin á brothætt stolt unglingsins urðu þeim mun langvinnari. Æ síðan hafa tilfinningar mínar í garð hangikjöts og Jóns Leifs verið blendnar.Á níunda degi fannst lík Ég er ekki ein um að eiga í tvíbentu sambandi við Jón Leifs. Sumir telja hann hafa verið stórhuga snilling, aðrir léttvægan sérvitring. Sumir telja hann hafa verið ósérhlífinn brautryðjanda, aðrir óskammfeilinn eiginhagsmunasegg. Í ár eru hins vegar sjötíu ár síðan atburður átti sér stað sem veldur því að Jón Leifs á skilið að af honum verði reist stytta. Jón Leifs sat yfir tónsmíðum óvenjukaldan júlímorgun í Reykjavík árið 1947 þegar honum barst símskeyti: „Kæri, Líf týnd síðan í gær á sundspretti.“ Líf, sautján ára dóttir Jóns, sem var við fiðlunám í strandbæ í Svíþjóð hóf hvern dag sundsprett í sjónum. En þennan dag hafði hún aldrei snúið aftur. Leitað var í sjónum með netum við kletta og sker, úr vélbátum, togurum og flugvélum. Á níunda degi fannst lík. Líf var grafin í Fossvogskirkjugarði. Jón tókst á við dótturmissinn með tónsmíðum. Útkoman var eitt fallegasta verk sem íslenskt tónskáld hefur samið. Requiem. Fúlmenni eða snillingur. Fallegasta tónverk Íslandssögunnar er sjötíu ára. Sjaldan hefur jafn látlaus fegurð sprottið upp úr martröð eins manns. Ég skora á hvern þann sem efast um tilkall Jóns Leifs til styttu að hlusta á verkið. Segið svo að pistlahöfundar beini ekki athygli að því fallega í tilverunni. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun