Viðbragðsaðilar í Texas stefna efnaframleiðanda Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2017 23:21 Varað hafði verið við sprengingu í efnaverksmiðju Arkema. Lögreglumenn veiktust af gufunum sem bárust frá eldi sem logaði í henni. Vísir/AFP Hópur lögreglu- og björgunarmanna sem gættu efnaverksmiðju sem talin var að gæti sprungið eftir fellibylinn Harvey í Texas hefur stefnt eiganda verksmiðjunnar. Mennirnir veiktust af eiturgufum en þeir telja að fyrirtækið hafi gert lítið úr hættunni af þeim. Eldur kom upp í efnaverksmiðju franska fjölþjóðlega fyrirtækisins Arkema í Crosby, utan við Houston, þegar vatn flæddi þar inn af völdum fellibyljarins í lok síðasta mánaðar. Viðbragðsaðilar sem komu fyrstir á staðinn og gættu þess að enginn kæmi nærri verksmiðjunni lýsa því að þeir hafi kastað upp og átt erfitt með andardrátt af völdum eiturgufa frá verksmiðjunni snemma morguns 29. ágúst. Sjúkraliðar sem reyndu að hjálpa veiktust einnig. Sumir lögregumannann óku sjálfum sér á sjúkrahús þar sem þeir gátu ekki skilið bíla sína eftir með vopnum í þeim. Í stefnunni saka þeir Arkema um að hafa gert lítið úr hættunni sem stafaði af eldinum og að fyrirtækið hafi brugðist þeirri skyldu sinni að vara viðbragðsaðila við. Krefjast þeir einnar milljónar dollara í skaðabætur.Forðuðust að lýsa gufunum sem „eitruðum“Arkema segist harma að viðbragðsaðilar hafi veikst en hafnar algerlega ásökununum. Þvert á móti hafi það varað almenning við að halda sig fjarri verksmiðjunni. Lögreglumennirnir segjast hins vegar hafa verið við mörkin sem fyrirtækið nefndi þegar eiturgufurnar lagði yfir þá. Verksmiðjan framleiddi lífrænt peroxíð. Þegar rafmagn fór af verksmiðjunni hætti kælikerfi að virka sem varð til þess að efnið ofhitnað og eldur braust út.Washington Post segir að forsvarsmenn Arkema hafi forðast að kalla gufurnar sem bárust frá eldinum „eitraðar“. Upphaflega lýstu þeir reyknum sem lögreglumenn önduðu að sér sem „óeitruðu ertiefni“. Síðar viðurkenndi forseti Norður-Ameríkudeildar Arkema að reykurinn væri sannarlega „skaðlegur“. Hélt hann því hins vegar fram að „eitraður“ væri afstætt hugtak. Lagði hann áherslu á að efnin sjálf hefðu ekki sluppið út. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Hópur lögreglu- og björgunarmanna sem gættu efnaverksmiðju sem talin var að gæti sprungið eftir fellibylinn Harvey í Texas hefur stefnt eiganda verksmiðjunnar. Mennirnir veiktust af eiturgufum en þeir telja að fyrirtækið hafi gert lítið úr hættunni af þeim. Eldur kom upp í efnaverksmiðju franska fjölþjóðlega fyrirtækisins Arkema í Crosby, utan við Houston, þegar vatn flæddi þar inn af völdum fellibyljarins í lok síðasta mánaðar. Viðbragðsaðilar sem komu fyrstir á staðinn og gættu þess að enginn kæmi nærri verksmiðjunni lýsa því að þeir hafi kastað upp og átt erfitt með andardrátt af völdum eiturgufa frá verksmiðjunni snemma morguns 29. ágúst. Sjúkraliðar sem reyndu að hjálpa veiktust einnig. Sumir lögregumannann óku sjálfum sér á sjúkrahús þar sem þeir gátu ekki skilið bíla sína eftir með vopnum í þeim. Í stefnunni saka þeir Arkema um að hafa gert lítið úr hættunni sem stafaði af eldinum og að fyrirtækið hafi brugðist þeirri skyldu sinni að vara viðbragðsaðila við. Krefjast þeir einnar milljónar dollara í skaðabætur.Forðuðust að lýsa gufunum sem „eitruðum“Arkema segist harma að viðbragðsaðilar hafi veikst en hafnar algerlega ásökununum. Þvert á móti hafi það varað almenning við að halda sig fjarri verksmiðjunni. Lögreglumennirnir segjast hins vegar hafa verið við mörkin sem fyrirtækið nefndi þegar eiturgufurnar lagði yfir þá. Verksmiðjan framleiddi lífrænt peroxíð. Þegar rafmagn fór af verksmiðjunni hætti kælikerfi að virka sem varð til þess að efnið ofhitnað og eldur braust út.Washington Post segir að forsvarsmenn Arkema hafi forðast að kalla gufurnar sem bárust frá eldinum „eitraðar“. Upphaflega lýstu þeir reyknum sem lögreglumenn önduðu að sér sem „óeitruðu ertiefni“. Síðar viðurkenndi forseti Norður-Ameríkudeildar Arkema að reykurinn væri sannarlega „skaðlegur“. Hélt hann því hins vegar fram að „eitraður“ væri afstætt hugtak. Lagði hann áherslu á að efnin sjálf hefðu ekki sluppið út.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11
Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01
Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00
Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47