May afþakkar að standa fyrir máli sínu í Evrópuþinginu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2017 19:11 May hafði sagst í viðræðum um að ávarpa Evrópuþingið. Hún ætlar þess í stað að hitta leiðtoga þess fyrir luktum dyrum. Vísir/AFP Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, neitaði boði forseta Evrópuþingsins um að ávarpa þingheim og gera grein fyrir afstöðu sinni til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. The Guardian greinir frá því að May hafi hafnað því að halda ræðu í þinginu en þess í stað fallist á að hitta leiðtoga þingsins á bak við luktar dyr. Þingið þarf að samþykkja samning á milli Breta og ESB um útgönguna og hafði May áður sagt að hún ætti í viðræðum um að ávarpa þingið. Heimildamaður blaðsins hjá ESB segir að nokkrir leiðtogar Evrópuþingsins hafi orðið fyrir vonbrigðum með framferði May á sama tíma og hún reynir að sannfæra Evrópuþingmenn um að umfangsmikill fríverslunarsamningur á milli Breta og sambandsins sé öllum í hag. „Þetta er enn eitt sjálfsmarkið,“ hefur The Guardian eftir ónafngreindum embættismanni hjá ESB. Talsmaður May segir að hún muni funda með Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, og formönnum stjórnmálahópa þess. Engin dagsetning fyrir þann fund hafi þó verið ákveðin.Brexit er hitamál í Bretlandi. Þessi herramaður sendi þingmönnum tæpitungulaus skilaboð þegar hann mótmælti fyrir utan þinghúsið í dag.Vísir/AFPFundargerð varpar ljósi á pirring fulltrúa ESB í garð samningamanna BretaSamskipti bresku ríkisstjórnarinnar og fulltrúa ESB eru stirð þessa dagana. Hluti af fundargerðum fundar sem samingarnefndir þeirra áttu um útgönguna í júlí var birtur í dag og bendir til þess að þeir síðarnefndu séu pirraðir út í þá fyrrnefndu. Þannig var bókað í fundargerðinni að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafi lýst áhyggjum af því stöðugleika og ábyrgð samningamanns Breta, Brexit-ráðherrans David Davis. Þátttaka hans í viðræðunum væri takmörkuð og það gæti teflt árangri þeirra í tvísýnu. Michel Barnier, aðalsamningarmaður sambandsins, sagði einnig að Bretar hefðu ekki tekið þátt í viðræðunum af heilum hug og að þeir hefðu ekki gert skýra grein fyrir afstöðu sinni. Davis var gagnrýndur harðlega fyrir að láta sig hverfa af samningafundi um miðjan júlí eftir aðeins tvær klukkustundir. Brexit Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, neitaði boði forseta Evrópuþingsins um að ávarpa þingheim og gera grein fyrir afstöðu sinni til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. The Guardian greinir frá því að May hafi hafnað því að halda ræðu í þinginu en þess í stað fallist á að hitta leiðtoga þingsins á bak við luktar dyr. Þingið þarf að samþykkja samning á milli Breta og ESB um útgönguna og hafði May áður sagt að hún ætti í viðræðum um að ávarpa þingið. Heimildamaður blaðsins hjá ESB segir að nokkrir leiðtogar Evrópuþingsins hafi orðið fyrir vonbrigðum með framferði May á sama tíma og hún reynir að sannfæra Evrópuþingmenn um að umfangsmikill fríverslunarsamningur á milli Breta og sambandsins sé öllum í hag. „Þetta er enn eitt sjálfsmarkið,“ hefur The Guardian eftir ónafngreindum embættismanni hjá ESB. Talsmaður May segir að hún muni funda með Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, og formönnum stjórnmálahópa þess. Engin dagsetning fyrir þann fund hafi þó verið ákveðin.Brexit er hitamál í Bretlandi. Þessi herramaður sendi þingmönnum tæpitungulaus skilaboð þegar hann mótmælti fyrir utan þinghúsið í dag.Vísir/AFPFundargerð varpar ljósi á pirring fulltrúa ESB í garð samningamanna BretaSamskipti bresku ríkisstjórnarinnar og fulltrúa ESB eru stirð þessa dagana. Hluti af fundargerðum fundar sem samingarnefndir þeirra áttu um útgönguna í júlí var birtur í dag og bendir til þess að þeir síðarnefndu séu pirraðir út í þá fyrrnefndu. Þannig var bókað í fundargerðinni að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafi lýst áhyggjum af því stöðugleika og ábyrgð samningamanns Breta, Brexit-ráðherrans David Davis. Þátttaka hans í viðræðunum væri takmörkuð og það gæti teflt árangri þeirra í tvísýnu. Michel Barnier, aðalsamningarmaður sambandsins, sagði einnig að Bretar hefðu ekki tekið þátt í viðræðunum af heilum hug og að þeir hefðu ekki gert skýra grein fyrir afstöðu sinni. Davis var gagnrýndur harðlega fyrir að láta sig hverfa af samningafundi um miðjan júlí eftir aðeins tvær klukkustundir.
Brexit Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira