Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, mun spila sinn síðasta Eurobasket-leik á móti Finnum á EM í Helsinki í kvöld og það er líklegt að þetta gæti einnig orðið hans síðasti landsleikur.
„Nú er aldeilis farið að styttast í þessu og þetta fer að verða síðasta gönguferðin og þá vill maður skilja eitthvað eftir sig,“ sagði Hlynur eftir tapleikinn á móti Slóveníu í gær.
Hann vonast til þess að yngri strákarnir í íslenska liðinu nýti sér þessa reynslu vel en það hefur verið mikill skóli fyrir íslenska landsliðið að mæta þessum gríðarlega sterku landsliðum.
„Mér sama hvort það verði strax árið 2019, eða hvenær sem þeir fari aftur á EM, að þeir búi að þessu. Fyrir unga drengi og stúlkur þá er það þannig að ef þú spilar á móti betri leikmönnum reglulega þá verður þú alltaf betri,“ sagði Hlynur.
Fyrirliðinn nefnir til stráka eins og leikstjórnandann Elvar Már Friðriksson og miðherjann Tryggva Snæ Hlinason.
„Þessir gaurar í okkar liði sem eru að standa sig svona vel munu búa að þessu alltaf. Elvar á vonandi að koma út í atvinnumennsku eftir eitt ár í skóla og búa að þessu. Það verður ekki eins mikið sjokk fyrir hann að fara í eitthvað land. Hann er búinn að mæta þessum leikmönnum,“ sagði Hlynur
„Það verður ekki eins mikið sjokk fyrir Tryggva að fara út í Valencia þó að það verði erfitt. Hann er búinn að spila við þessa gaura og sér að hann getur þetta. Haukur og Martin líka,“ sagði Hlynur.
„Ég vona það að þetta verði eitthvað jákvætt sem við skiljum eftir fyrir þá og ég held að það verði nú,“ sagði Hlynur.
Nú verður ekki eins mikið sjokk fyrir Tryggva að fara út til Valencia
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

