Draumurinn um Rússland lifir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. september 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar af innlifun. vísir/anton Eftir vonbrigðin í Finnlandi var gjörsamlega allt undir hjá strákunum okkar á Laugardalsvelli í gær. Þeir hafa margoft sýnt að þeir láta vonbrigði ekki á sig fá og missa sig ekki heldur í velgengni. Í gær náði liðið enn og aftur að sýna sínar bestu hliðar þegar mikið var undir. Heimir gerði tvær breytingar á liði sínu frá því í Finnlandi. Sverrir Ingi kom í vörnina í stað Kára Árnasonar og Jón Daði fór í framlínuna í stað Alfreðs. Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Ísland því Emil Hallfreðsson krækti sér í kjánalegt gult spjald eftir um 90 sekúndur. Ömurlegt fyrir miðjumann að nánast byrja leikinn með gult á bakinu. Úkraínumenn mættu gríðarlega grimmir til leiks. Þeir settu strax mikla pressu á manninn með boltann hjá íslenska liðinu og strákunum gekk ekki vel að leysa úr þeirri stöðu. Þeir voru oftar en ekki fljótir að missa boltann. Þar af leiðandi var íslenska liðið lengstum að elta boltann. Birkir fékk þó fínt færi á 9. mínútu en hann hitti boltann illa.Íslensku strákarnir fagna.vísir/antonÁ móti kom að vörn íslenska liðsins hélt vel en það gekk þó oft illa að halda aftur af Konoplyanka á vinstri kantinum og hann komst tvisvar í fínt skotfæri. Sem betur fer nýtti hann þau ekki. Gylfi fékk tvö skotfæri á 22. mínútu en bæði skotin hans fóru í varnarmann. Þar með er upptalið það sem gerðist í fyrri hálfleik. Það var lítið að frétta. Mikil skák og hvorugt liðið að taka of mikla áhættu. Maður hefur oft séð meiri orku í leik íslenska liðsins og Heimir hefur örugglega kallað eftir henni í leikhléi. Ef hann gerði það þá svöruðu strákarnir svo sannarlega kallinu því síðari hálfleikurinn var einn sá besti sem íslenska landsliðið hefur sýnt. Strákarnir voru í einu orði sagt stórkostlegir. Það var rétt rúm mínúta liðin af síðari hálfleik er það dró til tíðinda. Emil með fínan sprett upp vinstri kantinn, átti flotta sendingu fyrir þar sem Jóhann Berg lenti í samstuði við markvörð Úkraínu. Ekkert dæmt og boltinn féll fyrir fætur Gylfa Þórs sem gat ekki annað en skorað. Úkraínumenn brjálaðir og hugsanlega hefði mátt dæma. Okkur Íslendingum gat ekki staðið meira á sama. Á 66. mínútu átti íslenska liðið frábæra skyndisókn. Boltinn út til hægri á Jóhann Berg. Hann sendi fyrir þar sem Jón Daði stöðvaði boltann fyrir Gylfa Þór sem setti boltann í netið með viðkomu í markverðinum. Skotið of fast fyrir Pyatov í markinu. Geggjað mark.Emil var frábær í seinni hálfleik.vísir/eyþórÍslenska liðið hefði vel getað bætt við fleiri mörkum. Strákarnir léku við hvurn sinn fingur og geisluðu af orku og sjálfstrausti. Úkraínska liðið náði aðeins að ógna undir lokin en annars var íslenska vörnin með allt á hreinu. Þeir pökkuðu gestunum saman. Er strákarnir setja kassann út og orkuna á fullt þá eru liðinu allir vegir færir. Það var ótrúlegt að sjá liðið stíga svona upp. Margir vildu Emil Hallfreðsson af velli í hálfleik enda með gult spjald á bakinu og ekki sannfærandi. Hann svaraði því með líklega bestu 45 mínútum landsliðsferilsins. Magnaður viðsnúningur. Aron Einar var yfirburðamaður í fyrri hálfleik og lék vel allan leikinn. Gylfi Þór hljóp líklega tvö maraþon í bland við mörkin tvö. Mikilvægi hans í liðinu er svo mikið og aðdáunarvert að fylgjast með vinnslunni og fórnfýsinni. Duglegasti lúxusleikmaður sem hægt er að eiga. Heimir þjálfari stendur enn eina ferðina uppi sem sigurvegari. Var gagnrýndur fyrir leikkerfið í Finnlandi og mörgum leist ekki á blikuna er hann hélt sig við það í gær. Flestar ákvarðanir hans ganga upp á endanum. Hann hlustar á sjálfan sig en ekki einhverja utanaðkomandi. Sem betur fer. Úrslit annarra leikja í gær gera það að verkum að Ísland er jafnt Króatíu á toppnum og Tyrkland er komið í pakkann af fullum krafti. Það getur margt gerst í síðustu leikjunum og miðað við þessa frammistöðu eru okkar menn líklegir til afreka. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Eftir vonbrigðin í Finnlandi var gjörsamlega allt undir hjá strákunum okkar á Laugardalsvelli í gær. Þeir hafa margoft sýnt að þeir láta vonbrigði ekki á sig fá og missa sig ekki heldur í velgengni. Í gær náði liðið enn og aftur að sýna sínar bestu hliðar þegar mikið var undir. Heimir gerði tvær breytingar á liði sínu frá því í Finnlandi. Sverrir Ingi kom í vörnina í stað Kára Árnasonar og Jón Daði fór í framlínuna í stað Alfreðs. Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Ísland því Emil Hallfreðsson krækti sér í kjánalegt gult spjald eftir um 90 sekúndur. Ömurlegt fyrir miðjumann að nánast byrja leikinn með gult á bakinu. Úkraínumenn mættu gríðarlega grimmir til leiks. Þeir settu strax mikla pressu á manninn með boltann hjá íslenska liðinu og strákunum gekk ekki vel að leysa úr þeirri stöðu. Þeir voru oftar en ekki fljótir að missa boltann. Þar af leiðandi var íslenska liðið lengstum að elta boltann. Birkir fékk þó fínt færi á 9. mínútu en hann hitti boltann illa.Íslensku strákarnir fagna.vísir/antonÁ móti kom að vörn íslenska liðsins hélt vel en það gekk þó oft illa að halda aftur af Konoplyanka á vinstri kantinum og hann komst tvisvar í fínt skotfæri. Sem betur fer nýtti hann þau ekki. Gylfi fékk tvö skotfæri á 22. mínútu en bæði skotin hans fóru í varnarmann. Þar með er upptalið það sem gerðist í fyrri hálfleik. Það var lítið að frétta. Mikil skák og hvorugt liðið að taka of mikla áhættu. Maður hefur oft séð meiri orku í leik íslenska liðsins og Heimir hefur örugglega kallað eftir henni í leikhléi. Ef hann gerði það þá svöruðu strákarnir svo sannarlega kallinu því síðari hálfleikurinn var einn sá besti sem íslenska landsliðið hefur sýnt. Strákarnir voru í einu orði sagt stórkostlegir. Það var rétt rúm mínúta liðin af síðari hálfleik er það dró til tíðinda. Emil með fínan sprett upp vinstri kantinn, átti flotta sendingu fyrir þar sem Jóhann Berg lenti í samstuði við markvörð Úkraínu. Ekkert dæmt og boltinn féll fyrir fætur Gylfa Þórs sem gat ekki annað en skorað. Úkraínumenn brjálaðir og hugsanlega hefði mátt dæma. Okkur Íslendingum gat ekki staðið meira á sama. Á 66. mínútu átti íslenska liðið frábæra skyndisókn. Boltinn út til hægri á Jóhann Berg. Hann sendi fyrir þar sem Jón Daði stöðvaði boltann fyrir Gylfa Þór sem setti boltann í netið með viðkomu í markverðinum. Skotið of fast fyrir Pyatov í markinu. Geggjað mark.Emil var frábær í seinni hálfleik.vísir/eyþórÍslenska liðið hefði vel getað bætt við fleiri mörkum. Strákarnir léku við hvurn sinn fingur og geisluðu af orku og sjálfstrausti. Úkraínska liðið náði aðeins að ógna undir lokin en annars var íslenska vörnin með allt á hreinu. Þeir pökkuðu gestunum saman. Er strákarnir setja kassann út og orkuna á fullt þá eru liðinu allir vegir færir. Það var ótrúlegt að sjá liðið stíga svona upp. Margir vildu Emil Hallfreðsson af velli í hálfleik enda með gult spjald á bakinu og ekki sannfærandi. Hann svaraði því með líklega bestu 45 mínútum landsliðsferilsins. Magnaður viðsnúningur. Aron Einar var yfirburðamaður í fyrri hálfleik og lék vel allan leikinn. Gylfi Þór hljóp líklega tvö maraþon í bland við mörkin tvö. Mikilvægi hans í liðinu er svo mikið og aðdáunarvert að fylgjast með vinnslunni og fórnfýsinni. Duglegasti lúxusleikmaður sem hægt er að eiga. Heimir þjálfari stendur enn eina ferðina uppi sem sigurvegari. Var gagnrýndur fyrir leikkerfið í Finnlandi og mörgum leist ekki á blikuna er hann hélt sig við það í gær. Flestar ákvarðanir hans ganga upp á endanum. Hann hlustar á sjálfan sig en ekki einhverja utanaðkomandi. Sem betur fer. Úrslit annarra leikja í gær gera það að verkum að Ísland er jafnt Króatíu á toppnum og Tyrkland er komið í pakkann af fullum krafti. Það getur margt gerst í síðustu leikjunum og miðað við þessa frammistöðu eru okkar menn líklegir til afreka.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira