Innlent

Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Tveir lögreglumenn höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um að hafa beitt harðræði við handtöku.
Tveir lögreglumenn höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um að hafa beitt harðræði við handtöku. Vísir/Eyþór
Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. Málinu hefur verið vísað til ákærusviðs héraðssaksóknara. Ekki liggur fyrir hvort ákæra verður gefin út.

Ómar Örn Bjarnþórsson héraðsdómslögmaður.mynd/baldur kristjánsson
Sá sem kærði lögreglumennina fer fram á tæpar sjö milljónir í bætur; þrjár milljónir í miskabætur, tæpar þrjár milljónir í skaðabætur vegna tekjumissis og tímabundins atvinnutjóns, auk þjáningarbóta.

Fréttablaðið gerði málinu ítarleg skil síðla sumars, en maðurinn tvífótbrotnaði við handtökuna.

Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, starfaði sem bifvélavirki. Hann hafði ekki áunnið sér veikindarétt og var sagt upp vegna fjarveru frá störfum í kjölfar handtökunnar.


Tengdar fréttir

Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna

Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu.

Upptöku vantar af harkalegri handtöku

Tuttugu mínútna bút vantar í upptöku úr öryggismyndavél frá því þegar maður tvífótbrotnaði við handtöku. Ástæðan fyrir því að ekki er til upptaka er ekki kunn en héraðssaksóknari rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×