

Hringskýring Seðlabankans
Slík höft eru sett á þótt tímalengd þeirra fjárfestinga seinustu ár hafi verið um 4-5 sinnum lengri að jafnaði en tíðkaðist fyrir hrun og hlutfall af veltu á skuldabréfamarkaði einungis 3 prósent. Útfærsla haftanna kveður á um að 40 prósent af innflæði skuli vera bundin til eins árs á vaxtalausum reikningi, óháð hvort um sé að ræða skammtíma víxla eða langtíma fjármögnun til fyrirtækja eða fjárfestinga í íslensku atvinnulífi. Áhrifin hafa verið þau að erlend fjárfesting í skuldabréfum er næstum horfin.
Ein helstu rök bankans fyrir innflæðishöftunum voru þau að fjárfestingar erlendra aðila í langtímaskuldabréfum trufluðu miðlun peningastefnunnar með því að lækka óeðlilega verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Það hefur einfaldlega reynst röng eftiráskýring – verðbólguspá Seðlabankans á árunum 2015-16 reyndist alltof há, en bankinn spáði þá um 4 prósent verðbólgu á sama tíma og markaðurinn spáði 3 prósentum til næstu ára að meðaltali. Raunveruleikinn var svo sá að markaðurinn spáði mun nær raunverulegri verðbólgu sem var á bilinu 1,5-2,0 prósent ári síðar.
Nú þegar höftum hefur verið aflétt koma afleiðingar innflæðishaftanna æ skýrar í ljós þegar fjármagn streymir út úr hagkerfinu á sama tíma og innflæði að utan er nær frosið. Frá því að innflæðishöftin voru sett á hefur vaxtaálag á virkustu útgáfu atvinnuhúsnæðisfélaganna, útgáfu Reita til 2044, nærri þrefaldast, álag á sértryggð skuldabréf bankanna, sem stýra húsnæðisvöxtum, hefur hækkað og grunnvextir ríkisbréfa til 2-3 ára eru umtalsvert yfir innlánakjörum bankanna þótt markaðsaðilar og greinendur geri að meðaltali ráð fyrir að vextir muni lækka lítillega horft fram á veginn. Tilkoma innflæðishafta er því að hækka vaxtaálagið á ríki, fyrirtæki og heimili.
Ummæli Seðlabankastjóra í lok júlí á fréttaveitunni Bloomberg um vænt skammlífi innflæðishaftanna gáfu vonir um endalok þessarar óheillaþróunar. Sú von varði þó ekki lengi því yfirlýsing Seðlabankastjóra eftir vaxtaákvörðun í lok ágúst var á annan veg. Þar segir að höftin verði ekki afnumin fyrr en langtíma vaxtamunur muni minnka, eða orðrétt að „ef núverandi spár rætast ætti að verða framhald á þeirri þróun [þ.e. lækkun langtímavaxtamunar] á næstu misserum og forsendur þess að draga úr notkun tækisins ættu þá að batna enn frekar“.
Eftir níu ár í höftum beina innlendir aðilar nú fjármagni sínu í talsverðum mæli erlendis á sama tíma og stíf höft eru á stærstum hluta fjárfestinga erlendra aðila. Afleiðingin er að krónan veikist, verðbólguvæntingar hækka og langtímavextir samhliða. Hvernig seðlabankastjóri getur spáð lækkandi langtímavaxtamun við útlönd við slíkar aðstæður vekur furðu og hlýtur að byggjast á spám um hratt hækkandi langtímavexti erlendis.
Ef slíkar spár væru marktækar væri sannarlega búið að finna upp gullgerðarvélina á fjármálamörkuðum enda engar vísbendingar um að spár greiningaraðila séu marktækt betri en spár fjármálamarkaða á hverjum tíma. Enda eru þær spár sem seðlabankastjóri vísar í, þvert á þróun á erlendum skuldabréfamörkuðum hvar langtímavextir okkar stærstu viðskiptalanda, svo sem Bretlands, Bandaríkjanna og Þýskalands, hafa verið að lækka um 0,1-0,2 prósent undanfarna mánuði á sama tíma og þeir hafa snarhækkað hér. Skilyrði Seðlabankans fyrir afnámi hinna skaðlegu innflæðishafta bíta því í skottið á sér og flokkast einfaldlega undir „hringskýringar“.
Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar