Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni HM í kvöld.
Bæði mörkin komu í seinni hálfleik sem var frábær af hálfu íslenska liðsins.
Gylfi hefur nú skorað 17 mörk fyrir Ísland, jafn mörg og Ríkharður Jónsson gerði á sínum tíma.
Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir íslenska landsliðið en Gylfi. Það eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen (26) og Kolbeinn Sigþórsson (22).
Af 17 mörkum Gylfa fyrir íslenska liðið hafa 15 komið í keppnisleikjum sem er mögnuð tölfræði.
