Enginn bauð í umdeilda framkvæmd við Birkimel Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 5. september 2017 13:44 Töluverð umferð er um Birkimel. Má það meðal annars rekja til þess að bæði Hótel Saga og Þjóðarbókhlaðan snúa að Birkimel. Vísir/GVA Birkimelur í Vesturbæ Reykjavíkur átti að vera færður í nýjan búning í sumar en þar stóð til að endurnýja göngu- og hjólastíg vestanmegin götunnar auk þess sem lýsing átti að vera endurnýjuð. Vegfarendur og íbúar við Birkimel hafa hins vegar tekið eftir því að ekki hefur verið grafin ein einasta hola í tengslum við framkvæmdina. Ástæðan er sú að enginn verktaki svaraði útboði Reykjavíkurborgar vegna framkvæmdarinnar. Sverrir Bollason, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur segir mikla þenslu á byggingamarkaði og magn framkvæmda valda þessari stöðu. „Í þessu árferði þá finnum við mjög vel fyrir þenslueinkennum. Við sem sitjum í umhverfis- og skipulagsráði við höldum utan um stefnumörkunina og höfum ákveðnar hugmyndir um hvar við við viljum setja niður betri göngutengingar og fleiri hjólastíga,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hér má sjá teikningar að fyrirhuguðum breytingum á Birkimel.Efla/ReykjavíkVerktakar geti forgangsraðað Hann segir að í einhverjum verkefnum á árinu hafi einfaldlega ekki gengið að fá viðunandi tilboð eða nokkuð tilboð í framkvæmdir. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt þegar maður er að reyna að ýta áfram þeim verkefnum sem þarf að klára en er kannski mjög lýsandi fyrir hvað það er rosalega mikið að gera í byggingabransanum. Það er verið að byggja alls staðar og verktakarnir geta aðeins forgangsraðað sínum verkefnum og valið stærri og einfaldari verkefni fram yfir minni eða flóknari verkefni. Ég átta mig ekki nákvæmlega á því hvað býr að baki.“ Hann segir dæmin fleiri en bara Birkimelur.Hér má sjá hvernig heildarkostnaðurinn við framkvæmdina skiptist niður í fyrstu.„Mig rekur minni til þess að hafa heyrt um verkefnið göngubrú yfir Breiðholtsbraut og svo lengingu á hjólastíg við Suðurlandsbraut sem átti að fara í en hefur ekki gengið eftir.“Hugmynd íbúa sem átti að verða að veruleika Hugmynd um að endurnýja gangstétt og gera hjólastíg við Birkimel kom frá íbúa í verkefninu Hverfið mitt í fyrra. Hlaut hugmyndin brautargengi í kosningunum og var valin til framkvæmda. Verja átti tíu milljónum til verkefnisins. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur ákvað hins vegar að bæta um betur og ráðast í fyrrnefndar framkvæmdir. Til dæmis átti að færa biðstöðvar Strætó við götuna, endurnýja gróður og lækka hámarkshraða úr 50 km/klst. í 30 km/klst.Framkvæmdin varð nokkuð umdeild þegar fregnir bárust af kostnaði við hana en kostnaðarmat við hana er 115 milljónir króna. Verkkostnaður er um 80 milljónir og ófyrirséður kostnaður um 16 milljónir. Þetta kom fram í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu fyrir Reykjavíkurborg.Uppfært 14:45: Upprunalega tillagan var samþykkt í Borgarráði þann 27. apríl og var þá gert ráð fyrir að framkvæmdin myndi kosta rúmar 115 milljónir. Á fundi borgarráðs viku síðar þann 4. maí voru lögð fram leiðrétt fylgiskjöl og ný hönnun þar sem fram kom að kostnaðarmat væri 45 milljónir. Var tillagan þá samþykkt með breytingum. Skipulag Tengdar fréttir 115 milljónir í hjólreiðastíg við Birkimel Núverandi ljósastaurum verður skipt út fyrir nýja og verður gatan þrengd til að fá pláss fyrir biðskýli strætó. Þrjár biðstöðvar eru við götuna. 1. maí 2017 07:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Birkimelur í Vesturbæ Reykjavíkur átti að vera færður í nýjan búning í sumar en þar stóð til að endurnýja göngu- og hjólastíg vestanmegin götunnar auk þess sem lýsing átti að vera endurnýjuð. Vegfarendur og íbúar við Birkimel hafa hins vegar tekið eftir því að ekki hefur verið grafin ein einasta hola í tengslum við framkvæmdina. Ástæðan er sú að enginn verktaki svaraði útboði Reykjavíkurborgar vegna framkvæmdarinnar. Sverrir Bollason, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur segir mikla þenslu á byggingamarkaði og magn framkvæmda valda þessari stöðu. „Í þessu árferði þá finnum við mjög vel fyrir þenslueinkennum. Við sem sitjum í umhverfis- og skipulagsráði við höldum utan um stefnumörkunina og höfum ákveðnar hugmyndir um hvar við við viljum setja niður betri göngutengingar og fleiri hjólastíga,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hér má sjá teikningar að fyrirhuguðum breytingum á Birkimel.Efla/ReykjavíkVerktakar geti forgangsraðað Hann segir að í einhverjum verkefnum á árinu hafi einfaldlega ekki gengið að fá viðunandi tilboð eða nokkuð tilboð í framkvæmdir. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt þegar maður er að reyna að ýta áfram þeim verkefnum sem þarf að klára en er kannski mjög lýsandi fyrir hvað það er rosalega mikið að gera í byggingabransanum. Það er verið að byggja alls staðar og verktakarnir geta aðeins forgangsraðað sínum verkefnum og valið stærri og einfaldari verkefni fram yfir minni eða flóknari verkefni. Ég átta mig ekki nákvæmlega á því hvað býr að baki.“ Hann segir dæmin fleiri en bara Birkimelur.Hér má sjá hvernig heildarkostnaðurinn við framkvæmdina skiptist niður í fyrstu.„Mig rekur minni til þess að hafa heyrt um verkefnið göngubrú yfir Breiðholtsbraut og svo lengingu á hjólastíg við Suðurlandsbraut sem átti að fara í en hefur ekki gengið eftir.“Hugmynd íbúa sem átti að verða að veruleika Hugmynd um að endurnýja gangstétt og gera hjólastíg við Birkimel kom frá íbúa í verkefninu Hverfið mitt í fyrra. Hlaut hugmyndin brautargengi í kosningunum og var valin til framkvæmda. Verja átti tíu milljónum til verkefnisins. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur ákvað hins vegar að bæta um betur og ráðast í fyrrnefndar framkvæmdir. Til dæmis átti að færa biðstöðvar Strætó við götuna, endurnýja gróður og lækka hámarkshraða úr 50 km/klst. í 30 km/klst.Framkvæmdin varð nokkuð umdeild þegar fregnir bárust af kostnaði við hana en kostnaðarmat við hana er 115 milljónir króna. Verkkostnaður er um 80 milljónir og ófyrirséður kostnaður um 16 milljónir. Þetta kom fram í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu fyrir Reykjavíkurborg.Uppfært 14:45: Upprunalega tillagan var samþykkt í Borgarráði þann 27. apríl og var þá gert ráð fyrir að framkvæmdin myndi kosta rúmar 115 milljónir. Á fundi borgarráðs viku síðar þann 4. maí voru lögð fram leiðrétt fylgiskjöl og ný hönnun þar sem fram kom að kostnaðarmat væri 45 milljónir. Var tillagan þá samþykkt með breytingum.
Skipulag Tengdar fréttir 115 milljónir í hjólreiðastíg við Birkimel Núverandi ljósastaurum verður skipt út fyrir nýja og verður gatan þrengd til að fá pláss fyrir biðskýli strætó. Þrjár biðstöðvar eru við götuna. 1. maí 2017 07:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
115 milljónir í hjólreiðastíg við Birkimel Núverandi ljósastaurum verður skipt út fyrir nýja og verður gatan þrengd til að fá pláss fyrir biðskýli strætó. Þrjár biðstöðvar eru við götuna. 1. maí 2017 07:00