Kristófer: Eiginlega okkar heimavöllur líka Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 13:22 Kristófer Acox í leiknum í dag. Vísir/getty „Við byrjuðum mjög vel fyrstu tíu mínúturnar, vorum yfir eftir fyrsta leikhluta. Síðan kemur einhver lægð í öðrum leikhluta og holan er orðin of djúp til þess að komast aftur upp úr henni,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Óskar Ófeig Jónsson eftir 75-102 tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Íslenska liðið mætti mjög grimmt til leiks og byrjuðu leikinn mjög vel, en svo sýndu Slóvenar styrk sinn og voru yfir 43-60 í hálfleik. „Við förum inn í leikhléið með það að koma í þriðja leikhluta og reyna aðeins að klóra í bakkann, en það bara gerðist alls ekki og við missum þá ennþá lengra fram úr okkur og þá er þetta orðið of erfitt á móti svona góðu liði,“ sagði Kristófer. „Þeir eru taplausir í okkar riðli, þannig að þeir eru á toppnum og við vissum það fyrir leikinn. En við vissum líka að þetta væri leikur sem við ættum að geta tekið ef við spilum vel.“Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, gerði vel í að rúlla á leikmannahópnum í dag og stóðu varamennirnir sig vel í leiknum. „Mjög ánægður [með leikmenn sem komu inn af bekknum], sérstaklega með Elvar og Tryggva. Þeir voru að nýta sínar mínútur bara mjög vel og þeir komu með drifkraft, og Ægir líka, og náðu að rífa þetta aðeins upp.“ Þrátt fyrir stórt tap í dag, voru úrslitin samt þau bestu hjá íslenska liðinu til þessa og var Kristófer að vonum ánægður með það „Þetta eru alltaf 20-30 stig, en við náum aðeins að laga stöðuna [í dag] og það er jákvætt. Það er einn leikur eftir og ég trúi ekki öðru en að við gefum allt í þetta.“ Síðasti leikur Íslands á mótinu verður gegn Finnum annað kvöld, en hefst leikurinn klukkan 17:45 að íslenskum tíma. Kristófer vonar að fyrsti sigur Íslands á Eurobasket verði þá að veruleika. „Þetta eru bara körfuboltamenn eins og við. Við þurfum bara að koma brjálaðir inn og gefa allt. Það verður troðfullt hús held ég, Finnar á heimavelli en við eiginlega líka á heimavelli með allt þetta fólk í stúkunni Vonandi náum við að gefa þeim alvöru leik í 40 mínútur og taka allavega einn sigur á þessu móti,“ sagði Kristófer Acox. Kristófer skoraði 4 stig í leiknum í dag, tók 3 fráköst og átti einn stolinn bolta. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Við byrjuðum mjög vel fyrstu tíu mínúturnar, vorum yfir eftir fyrsta leikhluta. Síðan kemur einhver lægð í öðrum leikhluta og holan er orðin of djúp til þess að komast aftur upp úr henni,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Óskar Ófeig Jónsson eftir 75-102 tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Íslenska liðið mætti mjög grimmt til leiks og byrjuðu leikinn mjög vel, en svo sýndu Slóvenar styrk sinn og voru yfir 43-60 í hálfleik. „Við förum inn í leikhléið með það að koma í þriðja leikhluta og reyna aðeins að klóra í bakkann, en það bara gerðist alls ekki og við missum þá ennþá lengra fram úr okkur og þá er þetta orðið of erfitt á móti svona góðu liði,“ sagði Kristófer. „Þeir eru taplausir í okkar riðli, þannig að þeir eru á toppnum og við vissum það fyrir leikinn. En við vissum líka að þetta væri leikur sem við ættum að geta tekið ef við spilum vel.“Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, gerði vel í að rúlla á leikmannahópnum í dag og stóðu varamennirnir sig vel í leiknum. „Mjög ánægður [með leikmenn sem komu inn af bekknum], sérstaklega með Elvar og Tryggva. Þeir voru að nýta sínar mínútur bara mjög vel og þeir komu með drifkraft, og Ægir líka, og náðu að rífa þetta aðeins upp.“ Þrátt fyrir stórt tap í dag, voru úrslitin samt þau bestu hjá íslenska liðinu til þessa og var Kristófer að vonum ánægður með það „Þetta eru alltaf 20-30 stig, en við náum aðeins að laga stöðuna [í dag] og það er jákvætt. Það er einn leikur eftir og ég trúi ekki öðru en að við gefum allt í þetta.“ Síðasti leikur Íslands á mótinu verður gegn Finnum annað kvöld, en hefst leikurinn klukkan 17:45 að íslenskum tíma. Kristófer vonar að fyrsti sigur Íslands á Eurobasket verði þá að veruleika. „Þetta eru bara körfuboltamenn eins og við. Við þurfum bara að koma brjálaðir inn og gefa allt. Það verður troðfullt hús held ég, Finnar á heimavelli en við eiginlega líka á heimavelli með allt þetta fólk í stúkunni Vonandi náum við að gefa þeim alvöru leik í 40 mínútur og taka allavega einn sigur á þessu móti,“ sagði Kristófer Acox. Kristófer skoraði 4 stig í leiknum í dag, tók 3 fráköst og átti einn stolinn bolta.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15