Innlent

Viðbúnaður aukinn vegna gestaliðsins

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Viðbúnaður lögreglu undir lok leiks Íslands og Króatíu var nokkur.
Viðbúnaður lögreglu undir lok leiks Íslands og Króatíu var nokkur. vísir/ernir
„Í stuttu máli sagt þá verðum við með viðbúnað svipaðan þeim sem var þegar Króatar komu í heimsókn,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn.

Karlalið Íslands og Úkraínu mætast á Laugardalsvelli í undankeppni HM klukkan 18.45 í kvöld. Gert er ráð fyrir fullum velli en þar af verða um 900 stuðningsmenn gestaliðsins. Liðið hefur leikið heimaleiki sína fyrir luktum dyrum svo útileikir eru eini möguleiki stuðningsmanna til að sjá liðið sitt spila.

„Okkar upplýsingar frá lögreglu, bæði í Króatíu og Finnlandi, herma að það hafi verið einhver vandræði vegna þeirra áhangenda sem þangað mættu. Við verðum því með talsverðan viðbúnað,“ segir Ásgeir. Hann vill þó ekki segja nákvæmlega hve margir lögreglumenn verða að störfum við leikinn en þeir verði þó þó nokkrir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×