Seldi birgðir af frosnum hval fyrir 1,3 milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 5. september 2017 06:00 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, tilkynnti í mars í fyrra að hvalveiðum fyrirtækisins yrði hætt sökum markaðsaðstæðna í Japan. vísir/anton brink Hvalur hf. seldi hvalaafurðir fyrir 1.247 milljónir króna á síðasta fjárhagsári fyrirtækisins sem lauk í september í fyrra. Skip félagsins fóru ekki til veiða sumarið 2016 en kjötbirgðir þess voru þá metnar á 2.560 milljónir króna samanborið við 3.567 milljónir árið á undan. Samkvæmt nýjum ársreikningi Hvals, sem skilað var inn til Ríkisskattstjóra (RSK) í síðustu viku, hagnaðist félagið um rétt tæpa tvo milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2015 til 30. september 2016. Tekjur frá dótturfélaginu Vogun hf. námu þá 3,2 milljörðum en voru 2,5 milljarðar árið á undan. Vogun á 33,5 prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda og 37,6 prósent í Hampiðjunni. Hlutabréf Hvals í Vogun voru metin á 23 milljarða króna í lok fjárhagsársins en eignir fyrrnefnda félagsins námu þá alls 26,8 milljörðum. Skuldirnar voru 10,9 milljarðar og átti Hvalur 12,6 milljarða í óráðstöfuðu eigin fé. Fiskveiðihlutafélagið Venus, í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, var þá stærsti eigandi fyrirtækisins með 39,5 prósenta hlut. Alls eru hluthafar Hvals 111 talsins. Stjórn fyrirtækisins lagði í maí síðastliðnum til að greiddur yrði út 625 milljóna króna arður til eigenda. Þrjú árin þar á undan námu arðgreiðslur alls 2,6 milljörðum. Hvalveiðiskip Hvals fóru síðast til veiða í september 2015. Frá 2013 til septemberloka 2015 veiddi Hvalur alls 426 langreyðar. Veiðar á þeim hófust aftur árið 2006. Kristján Loftsson sagði í mars 2016 að erfiðlega hefði gengið að koma kjötinu á markað í Japan. Fyrirtækið hefði mætt fjölmörgum hindrunum þar í landi og þær hefðu meðal annars snúið að síendurtekinni efnagreiningu á kjötinu. Fyrirtækið flutti í síðasta mánuði út um 1.400 tonn af frosnu hvalkjöti til Japans frá Hafnarfjarðarhöfn með flutningaskipinu Winter Bay. Ekki náðist í Kristján við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Frystar hvalaafurðir Hvals hf metnar á 3,6 milljarða Afkoman 752 milljónum lakari en árið á undan 4. september 2016 19:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Hvalur hf. seldi hvalaafurðir fyrir 1.247 milljónir króna á síðasta fjárhagsári fyrirtækisins sem lauk í september í fyrra. Skip félagsins fóru ekki til veiða sumarið 2016 en kjötbirgðir þess voru þá metnar á 2.560 milljónir króna samanborið við 3.567 milljónir árið á undan. Samkvæmt nýjum ársreikningi Hvals, sem skilað var inn til Ríkisskattstjóra (RSK) í síðustu viku, hagnaðist félagið um rétt tæpa tvo milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2015 til 30. september 2016. Tekjur frá dótturfélaginu Vogun hf. námu þá 3,2 milljörðum en voru 2,5 milljarðar árið á undan. Vogun á 33,5 prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda og 37,6 prósent í Hampiðjunni. Hlutabréf Hvals í Vogun voru metin á 23 milljarða króna í lok fjárhagsársins en eignir fyrrnefnda félagsins námu þá alls 26,8 milljörðum. Skuldirnar voru 10,9 milljarðar og átti Hvalur 12,6 milljarða í óráðstöfuðu eigin fé. Fiskveiðihlutafélagið Venus, í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, var þá stærsti eigandi fyrirtækisins með 39,5 prósenta hlut. Alls eru hluthafar Hvals 111 talsins. Stjórn fyrirtækisins lagði í maí síðastliðnum til að greiddur yrði út 625 milljóna króna arður til eigenda. Þrjú árin þar á undan námu arðgreiðslur alls 2,6 milljörðum. Hvalveiðiskip Hvals fóru síðast til veiða í september 2015. Frá 2013 til septemberloka 2015 veiddi Hvalur alls 426 langreyðar. Veiðar á þeim hófust aftur árið 2006. Kristján Loftsson sagði í mars 2016 að erfiðlega hefði gengið að koma kjötinu á markað í Japan. Fyrirtækið hefði mætt fjölmörgum hindrunum þar í landi og þær hefðu meðal annars snúið að síendurtekinni efnagreiningu á kjötinu. Fyrirtækið flutti í síðasta mánuði út um 1.400 tonn af frosnu hvalkjöti til Japans frá Hafnarfjarðarhöfn með flutningaskipinu Winter Bay. Ekki náðist í Kristján við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Frystar hvalaafurðir Hvals hf metnar á 3,6 milljarða Afkoman 752 milljónum lakari en árið á undan 4. september 2016 19:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24
Frystar hvalaafurðir Hvals hf metnar á 3,6 milljarða Afkoman 752 milljónum lakari en árið á undan 4. september 2016 19:30