Fótbolti

Lúxemborg náðu í stig gegn Frökkum í fyrsta skipti í 103 ár

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr fyrir leik liðanna í Lúxemborg.
Úr fyrir leik liðanna í Lúxemborg. Vísir/getty
Frakkar gerðu óvænt 0-0 jafntefli við Lúxemborg í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi 2018.

Fyrifram var ekki talið að Frakkar yrðu í neinum vandræðum með að ná sigri, enda Lúxemborg í 136. sæti styrkleikalista FIFA en Frakkar í því 10.





Þetta var í fyrsta skipti í 103 ár sem Frakkar ná ekki að vinna Lúxemborg.





Portúgal sigraði 10 Ungverja á útivelli í B-riðli. Tamas Priskin fékk beint rautt spjald á 30. mínútu fyrir hrottalegt brot á Pepe.

Hinn 21. árs Andre Silva skoraði sigurmark Portúgals á 48. mínútu eftir stoðsendingu frá Cristiano Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×