Mætti hvetja frekar til atvinnuþátttöku lífeyrisþega Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2017 19:30 Velferðarráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna.Í helgarviðtali Fréttablaðsins gagnrýnir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona breytingar á almannatryggingakerfinu sem gerðar voru síðustu áramót. Þá lækkaði frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega úr hundrað og níu þúsund krónum í tuttugu og fimm þúsund. Margrét Helga sem lék í þáttaröðinni Föngum á síðasta ári segir það ekki borga sig fyrir hana að leika í næstu seríu þar sem laun hennar myndu skerða lífeyri hennar frá Tryggingastofnun. Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara, gagnrýnir einnig skerðinguna og segir hana fátæktargildru fyrir eldra fólk sem vill bæta hag sinn. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir breytingar á lífeyriskerfinu hafa miðað fyrst og fremst að því að einfalda kerfið þannig að sambærilegar skerðingar séu á atvinnutekjum og tekjum frá lífeyrissjóði en einnig að styrkja tekjulægstu hópana. „Helmingur lífeyrisþega, eða þeir sem hafa lægstu tekjurnar, hækkuðu um það bil 24-25% milli ára. Það markmið náðist. Það er hins vegar alveg rétt að þetta kerfi mætti vera meira hvetjandi til atvinnuþátttöku," segir Þorsteinn. Til þess að auka hvatann verði frítekjumark hækkað upp í hundrað þúsund krónur á næstu fimm árum og sjötíu ára regla opinberra starfsmanna nemin úr gildi. Frá og með næstu áramótum verði einnig hægt að fara á hálfan lífeyri samhliða hlutastarfi. „Við aukum mjög lífeyrissréttindi okkar með því að fresta lífeyristöku um tvö til þrjú ár, frá til dæmis 67-70 ára, þá hækka mánaðarlegar greiðslur verulega.“ Tengdar fréttir Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfallabálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. 2. september 2017 08:30 Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Velferðarráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna.Í helgarviðtali Fréttablaðsins gagnrýnir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona breytingar á almannatryggingakerfinu sem gerðar voru síðustu áramót. Þá lækkaði frítekjumark á atvinnutekjum lífeyrisþega úr hundrað og níu þúsund krónum í tuttugu og fimm þúsund. Margrét Helga sem lék í þáttaröðinni Föngum á síðasta ári segir það ekki borga sig fyrir hana að leika í næstu seríu þar sem laun hennar myndu skerða lífeyri hennar frá Tryggingastofnun. Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara, gagnrýnir einnig skerðinguna og segir hana fátæktargildru fyrir eldra fólk sem vill bæta hag sinn. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir breytingar á lífeyriskerfinu hafa miðað fyrst og fremst að því að einfalda kerfið þannig að sambærilegar skerðingar séu á atvinnutekjum og tekjum frá lífeyrissjóði en einnig að styrkja tekjulægstu hópana. „Helmingur lífeyrisþega, eða þeir sem hafa lægstu tekjurnar, hækkuðu um það bil 24-25% milli ára. Það markmið náðist. Það er hins vegar alveg rétt að þetta kerfi mætti vera meira hvetjandi til atvinnuþátttöku," segir Þorsteinn. Til þess að auka hvatann verði frítekjumark hækkað upp í hundrað þúsund krónur á næstu fimm árum og sjötíu ára regla opinberra starfsmanna nemin úr gildi. Frá og með næstu áramótum verði einnig hægt að fara á hálfan lífeyri samhliða hlutastarfi. „Við aukum mjög lífeyrissréttindi okkar með því að fresta lífeyristöku um tvö til þrjú ár, frá til dæmis 67-70 ára, þá hækka mánaðarlegar greiðslur verulega.“
Tengdar fréttir Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfallabálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. 2. september 2017 08:30 Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfallabálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. 2. september 2017 08:30
Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2. september 2017 14:00