Faðmaði börn og hyllti neyðaraðstoð í Houston Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 22:15 Þetta er önnur heimsókn forsetahjónanna til Houston eftir að fellibylurinn gekk þar á land. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti hyllti neyðaraðstoð, sem unnið hefur verið að í kjölfar fellibylsins Harveys, í heimsókn sinni til Houston í Texas-ríki í dag. Hann, ásamt konu sinni Melaniu, heimsótti neyðarskýli og ræddi við fórnarlömb hamfaranna sem hafast þar við. BBC greinir frá. „Það er að rætast úr hlutunum,“ sagði Trump um neyðaraðstoðina er hann og eiginkona hans, Melania Trump, heimsóttu fórnarlömb Harveys og sjálfboðaliða í neyðarskýli í Houston nú í dag. Þetta er önnur heimsókn forsetahjónanna til Houston eftir að fellibylurinn gekk þar á land. Þau munu einnig koma við í Louisiana-ríki sem varð illa úti í hamförunum.Sjá einnig: Trump heimsækir hamfarasvæði á ný „Eins erfitt og þetta var þá hefur þetta verið dásamlegt,“ bætti Trump við. Trump-hjónin komu ekki við á hamfarasvæðunum sjálfum þegar þau heimsóttu Houston á þriðjudag. Forsetinn var í kjölfarið m.a. gagnrýndur fyrir að hitta engin fórnarlömb flóðanna miklu, sem valdið hafa mikilli eyðileggingu í borginni.Forsetahjónin létu vel að börnum í neyðarskýlinu í Houston í dag.Vísir/AFPÍ dag komu hjónin því við í neyðarskýli, þar sem fórnarlömb Harveys hafast við, og útdeildu þar mat og sátu fyrir á myndum með þeim sem þess óskuðu. Þá minntist forsetinn sérstaklega á hinn mikla kærleika sem ríkir meðal fólks á hamfarasvæðunum. Þá hefur Trump lýst því yfir að morgundagurinn verði „Dagur bænahalds“ í öllum ríkjum Bandaríkjanna, sérstaklega í nafni fórnarlamba Harveys. Í gær sendi Trump Bandaríkjaþingi beiðni um 14,5 milljarða Bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingarinnar í Texas og Louisiana. 7,8 milljarðar af þeirri upphæð, eða um 822 milljarðar íslenskra króna, verða leystir út til hjálparstarfs á næstu dögum en restin í lok mánaðar. Talið er að minnst 47 manns séu látnir vegna Harveys og þá dvelja 43 þúsund manns í neyðarskýlum. Einhverjir hafa fengið að snúa aftur til síns heima en enn eru mikil flóð á nokkrum svæðum. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey. 1. september 2017 15:42 Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Krókódíll hreiðraði um sig í húsi á flóðasvæðunum Talsvert hefur borið á tilkynningum um krókódíla á flóðasvæðunum í Texas. 2. september 2017 19:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hyllti neyðaraðstoð, sem unnið hefur verið að í kjölfar fellibylsins Harveys, í heimsókn sinni til Houston í Texas-ríki í dag. Hann, ásamt konu sinni Melaniu, heimsótti neyðarskýli og ræddi við fórnarlömb hamfaranna sem hafast þar við. BBC greinir frá. „Það er að rætast úr hlutunum,“ sagði Trump um neyðaraðstoðina er hann og eiginkona hans, Melania Trump, heimsóttu fórnarlömb Harveys og sjálfboðaliða í neyðarskýli í Houston nú í dag. Þetta er önnur heimsókn forsetahjónanna til Houston eftir að fellibylurinn gekk þar á land. Þau munu einnig koma við í Louisiana-ríki sem varð illa úti í hamförunum.Sjá einnig: Trump heimsækir hamfarasvæði á ný „Eins erfitt og þetta var þá hefur þetta verið dásamlegt,“ bætti Trump við. Trump-hjónin komu ekki við á hamfarasvæðunum sjálfum þegar þau heimsóttu Houston á þriðjudag. Forsetinn var í kjölfarið m.a. gagnrýndur fyrir að hitta engin fórnarlömb flóðanna miklu, sem valdið hafa mikilli eyðileggingu í borginni.Forsetahjónin létu vel að börnum í neyðarskýlinu í Houston í dag.Vísir/AFPÍ dag komu hjónin því við í neyðarskýli, þar sem fórnarlömb Harveys hafast við, og útdeildu þar mat og sátu fyrir á myndum með þeim sem þess óskuðu. Þá minntist forsetinn sérstaklega á hinn mikla kærleika sem ríkir meðal fólks á hamfarasvæðunum. Þá hefur Trump lýst því yfir að morgundagurinn verði „Dagur bænahalds“ í öllum ríkjum Bandaríkjanna, sérstaklega í nafni fórnarlamba Harveys. Í gær sendi Trump Bandaríkjaþingi beiðni um 14,5 milljarða Bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingarinnar í Texas og Louisiana. 7,8 milljarðar af þeirri upphæð, eða um 822 milljarðar íslenskra króna, verða leystir út til hjálparstarfs á næstu dögum en restin í lok mánaðar. Talið er að minnst 47 manns séu látnir vegna Harveys og þá dvelja 43 þúsund manns í neyðarskýlum. Einhverjir hafa fengið að snúa aftur til síns heima en enn eru mikil flóð á nokkrum svæðum.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey. 1. september 2017 15:42 Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Krókódíll hreiðraði um sig í húsi á flóðasvæðunum Talsvert hefur borið á tilkynningum um krókódíla á flóðasvæðunum í Texas. 2. september 2017 19:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22
Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey. 1. september 2017 15:42
Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16
Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00
7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12
Krókódíll hreiðraði um sig í húsi á flóðasvæðunum Talsvert hefur borið á tilkynningum um krókódíla á flóðasvæðunum í Texas. 2. september 2017 19:45