Aron Einar: Sem betur fer annar leikur á þriðjudag Anton Ingi Leifsson skrifar 2. september 2017 19:13 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði að það hafi ekki verið margt jákvætt í leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir 1-0 tap gegn Finnum ytra í kvöld. „Við ætluðum okkur sigur. Við byrjuðum heldur illa, en ég veit ekki hvað orsakar það,” sagði fyrirliðinn í samtali við Arnar Björnsson í Tampere í kvöld. „Þeir skoruðu frábært mark úr aukaspyrnu sem hefði átt að vera brot á mig fyrst, en þeir skora upp úr því að Emil þurfti að taka hann niður.” „Við reynum að halda áfram og fáum einhver færi í þessum leik, það er ekki það. Þetta var bara erfitt kvöld, en við vinnum saman sem þjóð og töpum saman sem þjóð.”Sjá meira:Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Það er stutt á milli leikja núna, því Ísland mætir Úkraínu strax á þriðjudag. „Við þurfum að rífa okkur upp og það er sem betur fer annar leikur á þriðjudag. Sem betur fer getum við verið fljótir að jafna þetta út. Við þurfum sigur á Laugardalsvelli, eins og við þurftum í dag. Leiðinlegt, en svona er fótboltinn.” Hvað vantaði uppá í dag? „Við vorum ekki nægilega fljótir upp í sókn þegar við unnum boltann og þeir úr stöðum. Við áttuðum okkur alltof seint á því, í síðari hálfleik þar sem við reyndum að keyra þetta upp. Við vorum því miður aðeins of passívir í dag,” en Aron segir að draumurinn um HM 2018 sé ekkert úr sögunni. „Hann er ekkert úr sögunni, en þetta verður erfitt núna. Við þurfum að halda haus. Það er annar leikur á þriðjudaginn og við þurfum þrjú stig þar,” en hvað er jákvæðast út úr þessum leik í kvöld? „Það er ekki mikið, en það að við vorum að skapa okkur færri einum manni færri. Það er kannski það eina jákvæða. Það er ekki mikið,” sagði fyrirliðinn að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Aron Einar: VIð vinnum saman sem þjóð og við töpum saman sem þjóð Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Finnlandi í dag en hann segir mikilvægt að menn gleymi þessu strax í kvöld og hefji undirbúning fyrir leikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn. 2. september 2017 18:30 Twitter: Dómarinn í eldlínunni Eins og alltaf þegar stór viðburður á sér stað lætur samfélagið vel í sér heyra á Twitter. Landsleikur Finnlands og Íslands er engin undantekning 2. september 2017 16:38 Heimir: Vantaði alla skynsemi í liðið Heimir Hallgrímsson sagði sína menn hafa gleymt sér í pirringi yfir dómgæslunni í 0-1 tapi gegn Finnlandi ytra í dag en íslenska liðið fékk átta gul spjöld í dag og náði í raun aldrei takti. 2. september 2017 18:15 Einkunnir eftir tapið gegn Finnlandi: Raggi Sig bestur Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere í Finnlandi í dag, en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði að það hafi ekki verið margt jákvætt í leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir 1-0 tap gegn Finnum ytra í kvöld. „Við ætluðum okkur sigur. Við byrjuðum heldur illa, en ég veit ekki hvað orsakar það,” sagði fyrirliðinn í samtali við Arnar Björnsson í Tampere í kvöld. „Þeir skoruðu frábært mark úr aukaspyrnu sem hefði átt að vera brot á mig fyrst, en þeir skora upp úr því að Emil þurfti að taka hann niður.” „Við reynum að halda áfram og fáum einhver færi í þessum leik, það er ekki það. Þetta var bara erfitt kvöld, en við vinnum saman sem þjóð og töpum saman sem þjóð.”Sjá meira:Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Það er stutt á milli leikja núna, því Ísland mætir Úkraínu strax á þriðjudag. „Við þurfum að rífa okkur upp og það er sem betur fer annar leikur á þriðjudag. Sem betur fer getum við verið fljótir að jafna þetta út. Við þurfum sigur á Laugardalsvelli, eins og við þurftum í dag. Leiðinlegt, en svona er fótboltinn.” Hvað vantaði uppá í dag? „Við vorum ekki nægilega fljótir upp í sókn þegar við unnum boltann og þeir úr stöðum. Við áttuðum okkur alltof seint á því, í síðari hálfleik þar sem við reyndum að keyra þetta upp. Við vorum því miður aðeins of passívir í dag,” en Aron segir að draumurinn um HM 2018 sé ekkert úr sögunni. „Hann er ekkert úr sögunni, en þetta verður erfitt núna. Við þurfum að halda haus. Það er annar leikur á þriðjudaginn og við þurfum þrjú stig þar,” en hvað er jákvæðast út úr þessum leik í kvöld? „Það er ekki mikið, en það að við vorum að skapa okkur færri einum manni færri. Það er kannski það eina jákvæða. Það er ekki mikið,” sagði fyrirliðinn að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Aron Einar: VIð vinnum saman sem þjóð og við töpum saman sem þjóð Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Finnlandi í dag en hann segir mikilvægt að menn gleymi þessu strax í kvöld og hefji undirbúning fyrir leikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn. 2. september 2017 18:30 Twitter: Dómarinn í eldlínunni Eins og alltaf þegar stór viðburður á sér stað lætur samfélagið vel í sér heyra á Twitter. Landsleikur Finnlands og Íslands er engin undantekning 2. september 2017 16:38 Heimir: Vantaði alla skynsemi í liðið Heimir Hallgrímsson sagði sína menn hafa gleymt sér í pirringi yfir dómgæslunni í 0-1 tapi gegn Finnlandi ytra í dag en íslenska liðið fékk átta gul spjöld í dag og náði í raun aldrei takti. 2. september 2017 18:15 Einkunnir eftir tapið gegn Finnlandi: Raggi Sig bestur Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere í Finnlandi í dag, en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00
Aron Einar: VIð vinnum saman sem þjóð og við töpum saman sem þjóð Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Finnlandi í dag en hann segir mikilvægt að menn gleymi þessu strax í kvöld og hefji undirbúning fyrir leikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn. 2. september 2017 18:30
Twitter: Dómarinn í eldlínunni Eins og alltaf þegar stór viðburður á sér stað lætur samfélagið vel í sér heyra á Twitter. Landsleikur Finnlands og Íslands er engin undantekning 2. september 2017 16:38
Heimir: Vantaði alla skynsemi í liðið Heimir Hallgrímsson sagði sína menn hafa gleymt sér í pirringi yfir dómgæslunni í 0-1 tapi gegn Finnlandi ytra í dag en íslenska liðið fékk átta gul spjöld í dag og náði í raun aldrei takti. 2. september 2017 18:15
Einkunnir eftir tapið gegn Finnlandi: Raggi Sig bestur Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere í Finnlandi í dag, en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. 2. september 2017 18:00